Útvarpsstjóri og stjórnarformaður Útvarps Sögu lýstu því yfir í fjölmiðli sínum í dag (08.12.2011) að þau mundu ekki verða við áskorun minni ( sjá http://www.dv.is/blogg/eidur-gudnason/2011/12/7/diplomatavegabrefid-og-utvarp-saga/) um að birta á vef stöðvarinnar ljósrit af diplómatavegabréfi Björgólfs Thors Björgólfssonat, en slíkt ljósrit hafa þau marg sagt hlustendum að þau hafi undir höndum. Og haft mörg orð um að Björgófur Thor valsi um veröldina veifandi íslenskum diplómatapassa.
Það er ofur skiljanlegt að þau birti ekki þetta ljósrit vegna þess að það er ekki til. Það er ekki hægt að ljósrita það sem ekki er til. Björgólfur Thor hefur ekki og hefur aldrei haft diplómatavegabréf. Þessvegna segir Útvarp Saga hlustendum sínum ósatt um þetta mál. Diplómatavegabréf fyrir Björgólf Thor er ekki til og hefur aldrei verið til. Björgólfur var hinsvegar um skeið (2003 til 2007 að öllum líkindum) sem kjörræðismaður Íslands í St. Pétursborg með svokallað þjónustuvegabréf eins og fleiri ræðismenn og allmargir íslenskir embættismenn. Sjá : http://www.utanrikisraduneyti.is/log-og-reglugerdir/reglur-um-diplomatisk-vegabref-og-thjonustuvegabref/ Þjónustuvegabréf er ekki diplómatavegabréf enda eru kjörræðismenn ekki diplómatar. Það getur vel verið að Útvarp Saga sé með ljósrit af þessu vegabréfi. Það var til , en rann út og var ekki endurnýjað. Ég sá þetta vegabréf Björgólfs í maí 2005. Hversvegna ekki að birta þetta ljóstrit ? Það er fjarstæða að halda því fram að það að birta ljósrit af þjónustuvegabréfinu komi upp um heimildarmann! Hvílík firra !
Er útvarpsstjórinn og stjórnarformaðurinn fjölluðu um þetta mál í miðli sínum í dag sögðu þau einnig að sendiráðið í Moskvu hefði gefið út diplómatavegabréf eða þjónustuvegabréf til handa Björgólfi Guðmundssyni. Það fær heldur ekki staðist. Sendiráð gefa ekki út slík vegabréf. Nú gefur þjóðskrá út diplómatísk vegabréf og þjónustuvegabréf samkvæmt ákvörðun utanríkisráðuneytisins. Áður gáfu sýslumenn og lögreglustjórar út almenn vegabréf en utanríkisráðuneytið gaf út diplómatísk vegabréf og þjónustuvegabréf.
Það er háskalegt að hér skuli starfa fjölmiðlar sem fóðra hlustendur á röngum upplýsingum.
4 athugasemdir
Ekkert ping ennþá
Eiður skrifar:
09/12/2011 at 09:39 (UTC 0)
Ekki hissa.
Helgi Jóhann Hauksson skrifar:
09/12/2011 at 09:04 (UTC 0)
Reyndar er það óhjákvæmilega það sem mig grunar — en veit ekki.
Eiður skrifar:
09/12/2011 at 08:41 (UTC 0)
Mjög athyglisvert. Þig grunar kannski að LÍÚ geri Útvarp Sögu með sama hætti og það gerir út Moggann?
Helgi Jóhann Hauksson skrifar:
09/12/2011 at 03:17 (UTC 0)
Ég er löngu hættur a hlusta á Útvarp Sögu en taldi hana eitt sinn mikilvæga. En einmitt þegar maður þekkir til mála sem þar er fjalalð um blasir við að Útvarp Saga hirðir ekkert um hvað er satt og rétt og hvað er bara bull, áróðru og lýgi.
Í stjórnmálafræði sérhæfði ég mig um ESB og fisveiðistefnu ESB. Strax eftir að núverndi ríkisstjórn var mynduð var eins og Útvarp Saga gerðist sérstakur áróðursmiðill gegn ESB – og hirti bókstaflega ekkert um hvað væri satt og rétt þar um. Þar sem ég hafði sérþekkingu á þessu sviði blöstu ósannindin við mér í hvert sinn sem stöðin vék orðum að ESB — sem varð nær linnulaust — en þeir sem ekki vissu betur hljóta að hafa tekið mark á stöðinni því það gerir enginn ráð fyrir að fólk ljúgi svo linnulaust sem fyrirferðamestu útvarpsmenn þessarar stöðvar virtust gera.
— Án þess að vita neitt um það varð ég viss um að útvarpsstjórinn hlyti að hafa selt einhverjum loforð um þennan linnulausa áróður, með svo miklum ólíkindum var/er hve langt er gengið. En eins og ég segi veit ég ekkert um það, nema að stöðin var í fjárhagsvandræðum samkvæmt útvarpsstjóranum sjálfum og fór ekki dult með það en hefur ekki kvartað síðan þessi herská stefna sem ekkert virðir mun á því sem er satt og ósatt var tekin upp gegn ESB strax 2009.