Sá á BBC eða ITV í dag að sendiherra Kína hjá Sameinuðu þjóðunum er gamall kunningi, Zhang Yesui. Hann beitti í dag neitunarvaldi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fyrir hönd Kína. Rússar beittu einnig neitunarvaldi. Þannig var felld tillaga Arababandalagsins, Evrópuþjóða og Bandaríkjanna um Sýrland.
Zhang Yesui var áður aðstoðarutanríkisráðherra Kína og hafði Evrópu á sinni könnu. Sem slíkur heimsótti hann Ísland í september 2003. Hann fór þá á Þingvöll og að Gullfossi og Geysi. Eftirá sagði hann að eftirminnilegast væri fámennið, víðaáttan og hið hreina loft og tæra vatn. Einstaklega viðkunnanlegur maður, opinskár og líflegur. Hann kom nokkrum sinnum í sendiráð Íslands í Kína meðan ég starfaði þar 2002- 2006. Hann tók á móti Ólafi Ragnari forseta á Peking flugvelli í maí 2005 er Ólafur kom í opinbera heimsókn til Kína.
2 athugasemdir
Ekkert ping ennþá
Eiður skrifar:
06/02/2012 at 21:31 (UTC 0)
Þetta er alveg rétt hjá þér. Hann var sendiherra Kína hjá Sþ 2008 til 2010 en er nú sendiherra í Washington. Ég hef það mér til afsökunar að ég var með BBC one á austur í sumarbústað og heyrði nafnið hans í sambandi við beitingu neitunarvaldsins. Og þá kviknaði á öllum perum því ég hafði oft hitt hann og er með helling af myndum úr ferðinni um suðurland í tölvunni. Svo gúgglaði ég hann og fékk þá greinilega gamla ferilsskrá. Því þar var sagt að hann væri fastafulltrúi Kína hjá Sþ. Svo sá ég aftur mynd úr Öryggisráðinu og þekkti þá ekki þann sem sat við Kína skiltið. Þá runnu á mig tvær grímur. Kærar þakkir fyrir að leiðrétta þetta. Hann hefur öðlast skjótan frama. Þetta er alveg sérstaklega viðkunnanlegur maður, brosmildur og frjálslegur. Dálítið ólíkur þessum venjulegu kínverksu embættismönnum. Ekki hiss þó hann hafi náð þetta langt. Gæti alveg átt eftir að enda sem utanríkisráðherra.
Gunnar Hrafn skrifar:
06/02/2012 at 21:21 (UTC 0)
Getur ekki verið að hann sé frekar sendiherra Kína í Washington? Ég held að Li Baodong hafi tekið við hjá Sameinuðu þjóðunum árið 2010 og Zhang þá færst sig um set í sendiráðið í Washington. Það var því Li (að ég held) sem beitti neitunarvaldinu fyrir hönd Kína.