Ósköp er að þurfa að lesa:
„Íslenskt landslag bregður fyrir í nýrri auglýsingu frá Co-operative Group sem ætlað er að vekja athygli á að fyrirtækið geri strangar kröfur um viðskiptasiðferði.“
Það er ambaga að tala um að eitthvað bregði fyrir. Einhverju bregður fyrir.
Ámátlegt er líka að segja eins og stendur í myndatexta: „Íslensk náttúra er engri lík“. Engri hvað? Engri náttúru ? Eðlilegra væri að segja: Íslensk náttúra er engu lík. Miklu betra væri að segja að íslensk náttúra sé einstæð eða eigi sér ekki hliðstæðu(r).
Vandið ykkur, Moggamenn. Þið getið betur !
Íslenskt landslag og Bob Dylan | |
1 athugasemd
Ekkert ping ennþá
Ágústa Þorkelsdóttir skrifar:
17/02/2009 at 00:43 (UTC 0)
Fagmennska RÚV er löngu fyrir bí hvað snertir málfar. Andi Andrésar Kristjánssonar vakir ekki yfir vötnum þar. Nánast útilokað að losna við málblóm þó eingöngu sé hlustað á Rás1. Hvernig fannst þér um daginn þegar ungi maðurinn var spurður hvort hann ætlaði í framboð? Hann svaraði að bragði, enda með stúdentspróf + eitthvað meira; “ nei, ég hef ekki fjármagn né bolmuni til þess að fara í framboð“. Þökkum okkar sæla Eiður Svanberg, að hann verður ekki á Alþingi eftir næstu kosningar!