«

»

Frábær Framsóknarhúmor

  Það verður ekki af  Framsóknarbloggurum skafið , að þeir  hafa  skemmtilegan húmor, sumir  hverjir að minnsta kosti.

  Árum saman var gert  grín að því að  Framsóknarflokkurinn væri opinn í báða enda.  Framsóknarþingmaðurinn Helga  Sigrún Harðardóttir er  með  bloggsíðu undir  enskri  fyrirsögn: „Those  are my principles. If you  don´t like them, I have others!“ Þetta mun  vera  tilvitnun  í Groucho Marx. Á íslensku þýðir þetta   svona frjálslega þýtt, –  að vera opinn í báða  enda.

 Annar  Framsóknarbloggari,sem  vill verða  þingmaður, telur  mörgum útlendingum það  til  tekna að þeir séu  Framsóknarmenn. Þannig  er  Barack Obama Framsóknarmaður og  sama máli  gildir um Olli Rehn. stækkunarstjóra ESB. Þetta er þeim mun fyndnara þar sem  Framsóknarflokkurinn er  svo séríslenskt  fyrirbæri að hann á sér  engar hliðstæður  í öðrum löndum.  John F. Kennedy  var reyndar líka sagður  Framsóknarmaður á sinni tíð.  Líklega  er þetta þetta sérstök  tegund af  barnalegri vanmetakennd  ,  að  nudda sér utan í frægt  fólk úti í heimi.

 Það er hinsvegar ekki  víst að þeim Obama  og  Olli Rehn  þyki  fyndið að vera kallaðir  Framsóknarmenn á Íslandi, ef  einhver skýrði málið og flokkinn  fyrir þeim,  en það er  svo  aftur önnur saga!

 

 

2 athugasemdir

Ekkert ping ennþá

  1. Eiður skrifar:

    Mikið rétt.  Sá sem veit ekki hvert hann er að fara, hann getur  ekki villst.

  2. Flosi Kristjánsson skrifar:

    Á hliðstæðum nótum og tilvitnunin í Marx: „Ef þú veist ekki hvert þú ert að fara err óvíst að þú komist þangað!“ (Yogi Berra, hafnarboltaþjálfari) Kannski ekki minni Framsóknarmennska en hvað annað

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>