«

»

Skítugt plast á ljósastaurum

Skítugir og tættir  plastborðar sem einu sinni voru  hvítir  eru  nú á   næstum hverjum  einasta ljósastaur milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar.

Mér er sagt, að samtök sem kenna  sig  við Nýtt lýðveldi  hafi  komið þessum plastborðum fyrir  til að minna  sig og málstað sinn.

Sé það rétt að þessi  samtök beri ábyrgð á þessum umhverfissóðaskap ættu þau að sjá  sóma sinn í fjarlægja þessar plastslitrur sem nú  flygsast í vindinum. Varla ætlast þau til að  bæjarstarfsmenn hreinsi þetta á kostnað skattborgara, – eða hvað ?

6 athugasemdir

Ekkert ping ennþá

  1. Jóhanna skrifar:

    Ruth 09.43  En það er ekki þar með sagt að hann eigi að hanga þar um aldur og æfi.

  2. Ruth skrifar:

    Afsakið – en var boðskapurinn ekki hengdur upp?

  3. Jóhanna skrifar:

    Ég er þér innilega sammála, þetta er sóðaskapur.  Hér fyrr á árum man ég eftir því að í   t.d. kringum kosningar var mikið hengt út allskonar boðskapur á rafmagns- og ljósastaura.  Eftir kosningar þá voru það einmitt auglýsendur (frambjóðendur)  sem létu fjarlægja bréfasnifsin í burtu,  eða það sem eftir var á staurunum.

    Þetta þyrfti að vera undir eftirliti í dag, og gera almenningi grein fyrir því  að  þetta er sóðaskapur og þessu verði að breyta.  Það myndi ekki skaða að setja sektir nógu háar svo að eftir því yrði farið.

  4. Eiður skrifar:

    Þakka ábendinguna Ben.Ax.  Við  eigum að vera  smámunasamir. Þetta er  fljótfærnisleg klaufavilla,sem  endurspeglar að ég hef ekki  lesið þetta  nógu  vandlega  yfir. Auðvitað á að vera  nafnháttarmerki þarna. Þetta er ekki smámál.

    Þakka þér  fyrir. Kv  Eiður

  5. Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson) skrifar:

    Sammála þessu en vegna þess að þú hefur áhuga á íslensku máli langar mig að spyrja þig um skoðun þína á notkun nafnháttarmerkis. Mér finnst það detta oft úr setningum hjá hinum og þessum og núna fannst mér til dæmis að þú hefðir átt að skrifa að fjarlægja. Þetta er að sjálfsögðu smámál en eigum við ekki að vera smámunasamir ef við erum að setja út á íslenskt mál á annað borð?

  6. Guðmundur skrifar:

    Heyr heyr !

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>