«

»

Molar um málfar XII

Rétt er það sem Ómar Ragnarsson sagði í athugasemd við síðustu  Mola, að það eru  sömu ambögurnar sem vaða uppi áratugum  saman. Það er  eins og þær  séu arfgegngar hjá  fjölmiðlamönnum. Nefni hér eitt,  sem  erfitt  virðist að uppræta, en það er  orðskrípið “áhafnarmeðlimur”.  Það er eins og menn kunni ekki  hið ágæta orð  skipverji.

  Og enn um fleirtöluorð. Í prentmogga í dag  stendur á  bls.  14 þar sem  verið er    segja frá þyrluflota  Landhelgisgæslunnar: “ “TF EIR getur tekið  eina  sjúkraböru.” Orðið börur er  fleirtöluorð. Það er ekki til í eintölu. Blaðamaður  hefði átt að  skrifa  TF EIR  getur tekið einar sjúkrabörur, eða: Um borð í  TF EIR  rúmast einar sjúkrabörur.  

Nefna  má í framhaldi af þessu  hve mörgum reynist erfitt      fara   rétt með    eignarfall orðanna  göng og  göngur.  Göng eru  langur og mjór gangur, eða yfirbyggður vegur (leið)  grafinn neðanjarðar  eða gegnum fjall,eins og  segir í orðabók, er í  eignarfalli ganga, jarðgangagerð. Göngur   eru  fjárleit og  smölun á  afrétti. Þar er eignarfallið  gangna., sbr. gangnamenn.  Gangnamenn  ráku safnið að munna ganganna.

 

Þess  er auðvitað ekki að  vænta að nemendur  skrifi  vandað mál, þegar  starfsfólk grunnskóla  lætur eftirfarandi texta frá sér fara. Tilvitnunin er    af    vefmogga í dag. Tilkynningin er  sögð frá  starfsfólki grunnskólans í Sandgerði:

„Umfjöllun um atvik sem kom upp innan veggja skólans í síðastliðinni viku,var slitið úr samhengi og sett fram á ósanngjarnan hátt. Viðbrögð yfirstjórnar skólans í þessu máli hafa verið til fyrirmyndar og unnin í nánu samstarfi við foreldra og aðra aðila sem málið varðar.Við starfsfólk skólans höfum unnið að krafti eftir Olweusar áætluninni gegn einelti og erum að innleiða agastefnuna Uppeldi til ábyrgðar “.

Atvik sem kom upp

Umfjöllun slitið úr samhengi.Viðbrögð unnin í  nánu samstarfi við....unnið  að krafti …Ekki góður  texti frá  fólki sem á að vera til fyrirmyndar um málfar.  

6 athugasemdir

Ekkert ping ennþá

  1. Valur Kristinsson skrifar:

    Pálmar, þegar menn skrifa athugasemd eins og þú gerir, þarf þá ekki að gæta að stafsetningunni?

  2. Helga Kristjánsdóttir skrifar:

     Allir í þessum hóp-i,hafa eitthvað til síns máls. Algengt í viðtölum að menn beygi ekki orðið hópur. Er ekki gamli hausinn minn að fara með rétt að forsetningin í stýrir þgf.

  3. TARA skrifar:

    Gott mál er gott mál….algjör óþarfi að nota alltaf sömu orðin…skipverji er gott og gilt orð, en áhafnarmeðlimur er það líka…bara nýrra af nálinni og ræður hver og einn hvor orðið hann velur að nota.

    Ef ég giska rétt Eiður Svanberg, þá ertu austfirðingur og ættir að þekkja orð eins og börur, bæði í eintölu og fleirtölu. Annars er alltaf gaman að lesa molana þína.

  4. Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson) skrifar:

    Svona eiga athugasemdir að vera, skynsamlegar og rökheldar.

  5. Sjóveikur skrifar:

    http://www.icelandicfury.com sýnir eitt mynband með góðri íslensku og það heitir La,la,la,la Ísaland, velkomin að kíkja

    Kveðja

  6. Sjóveikur skrifar:

    ég ætla að leyfa mér þann munað að vera ósammála þessu að einhverju leiti, það er til dæmis algjör della og sjálfsagt nostalgískt að halda sig við orðið skipverji/jar, sá sem ver skip, það er löngu liðin tíð og ætti helst við í hernaðar skipum þá, áhöfn skips samanstendur af meðlimum áhafnar og þar af leiðandi mjög gott orð áhafnarmeðlimur/ir, að orðið börur sé ekki til í eintölu er þvættingur, samanber hjólbara/börur sem kemur af orði bera, náttúrulega ekki mjög eðlilegt en er samt rétt, ein bara margar börur, að bera verður borið og bara er eintala, hvað hefur þú gert við „eitthvað“? ég bar það inn eða út, ég hef borið, mun bera, að orðið er talið fleirtala eingöngu kemur af þeirri ástæðu að tveir pinnar með td. dúk á milli verða tvær börur, tveir berandi pinnar, það var ekki óalgengt að bera með einum pinna td. eftir heppnaða veiðiferð að fætur bráðar voru hnýttar saman og priki stungið langs og orðið bera bjagast til bara, ein bara sem er í nútíma smíði ein heild ekki tveir pinnar eða samsettningur á annan hátt er sem sagt ein bara, sjukrabara, sjúkrabörur eru þá eðlilega tvær eða fleiri börur, þetta er mjög íhaldsamt og grunnhyggið gjálfur sem hér fer í ykkar skrifum og fynnst mér ókunnskapur um verkfæri og áhöld mjög lýsandi í þessu, en það er mjög eðlilegt, held ég 🙂 Ómar Ragnarsson hefur aldrei skipað sess lærðra (lesist gáfu manna) en óneytanlega verið skemmtilegur á köflum, en það er liðin tíð 🙂

    Besta kveðja, Pálmar Magnússon

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>