«

»

Stundum ofbýður manni

Stundum ofbýður manni. Mörður Árnason, alþingismaður, skrifar grein í Fréttablaðið í dag (24.09.2012) og segir:
,,Reykvíkingar lýstu í almennri atkvæðagreiðslu 2001 þeim vilja sínum að Vatnsmýrarvöllur (innskot: Reykjavíkurflugvöllur) yrði lagður af, og borgarstjórn samþykkti síðan aðalskipulag þar sem önnur flugbrautin fer 2012, hin 2014.”.
Hugum að staðreyndum málsins. Skoðanakönnun fór fram um framtíð flugvallarins 21. mars 2001. Á kjörskrá voru 81.258. Atkvæði greiddu 30.219, eða 37.2%
14.529, eða 48,1 % vildu flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni. 14.913 eða 49,3% vildu að flugvöllurinn færi eftir 2016. Niðurstöðurnar voru ekki bindandi fyrir borgarstjórn Reykjavíkur vegna þess hve þátttakan var dræm.
Það þarf dálítið ósvífinn pólitíkus til að kalla þessar niðurstöður vilja Reykvíkinga.
Kannski verða niðurstöður  atkvæðagreiðlslu um tillögur Stjórnlagaráðs í svipuðum hlutföllum. Hættan er þá sú að þar verði talað um ,,vilja þjóðarinnar.” Sjá annars þessa ágætu grein Leifs Magnússonar verkfræðings um blekkingaleik andstæðinga Reykjavíkurflugvallar. http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1386386/

Engar athugasemdir

1 ping

  1. „Stundum ofbýður manni,” segir Eiður um skrif Marðar Árnasonar skrifar:

    […] við skrif Marðar Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar. „Stundum ofbýður manni,” skrifar Eiður á bloggsíðu sína í tilefni á grein sem Mörður skrifar í Fréttablaðið, þar sem segir: „Reykvíkingar […]

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>