Það er einkar ánægjulegt hve mikið ábendingum um óvandað málfar í fjölmiðlum hefur fjölgað á fasbók. Daglega og oft á dag má sjá ábendingar um það sem betur mætti fara. Vonandi hefur viðleitni Mola haft eitthvað að segja í þessum efnum. Og vonandi verður þetta möbnnum hvatning til að skrifa betur.
Lesandi á Húsavík bendir á illa skrifaða skrifaða frétt á mbl.is (06.02.2013): http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/02/06/logregla_vill_afengi_af_tilbodssidu/ Það er svo sannaraleg rétt að hér mætti eitt og annað betur fara, að ekki sé meira sagt.
Það sama gildir raunar um þesas sendingu. frá Molalesanda: (06.02.2013): ,,Höfundar lagsins Ég á líf, þeir Örlygur Smári og Pétur Örn Guðmundsson, sárna að þeir séu þjófkenndir en margir hafa bent á líkindi með lögunum Ég á líf og I am Cow. Þeir neita að hafa stolið laginu frá kanadísku sveitinni The Arrogant Worms. … og þetta á dv.is í dag – í þessari frétt:
http://eyjan.pressan.is/frettir/2013/02/06/stjornarmadur-i-heimssyn-trufladi-fund-samtakanna-bloskradi-lygarnar/ Sögum ber ekki saman um háttsemi Árna Þórðar, því aðrir sem sátu fundinn segja að hann hafi kallað „kurteisislega“ fram í um það leiti sem fundarstjórinn Sögum ber ekki saman um háttsemi Árna Þórðar, því aðrir sem sátu fundinn segja að hann hafi kallað „kurteisislega“ fram í um það leiti sem fundarstjórinn, Páll Magnússon útvarpsstjóri, var að slíta fundinum.
… bara dæmi um fljótfærni sem maður sér í snöggri yfirferð um vefmiðla. Kv … Molaskrifari þakkar sendinguna.
Lesandi sendi þetta /(08.02.2013) : FIH bankinn skilaði tapi:
http://www.visir.is/fih-bankinn-skiladi-23-milljarda-tapi-i-fyrra/article/2013130209226
Mér finnst alltaf undarlegt þegar fyrirtæki skila tapi. Þau bara tapa. Þegar þau hagnast þá geta þau skilað hagnaði af því að hann ratar væntanlega til eigenda eða í fyrirtækið sjálft. En tap er þá væntanlega ávísun á skuld og þá má svosem segja að fyrirtækið skili skuld. – Réttmæt athugasemd Molaskrifari þakkar sendinunguna.
Fyrirvari: Athugasemdir frá öðrum á þessari síðu
eru á þeirra ábyrgð. Síðuskrifari áskilur sér rétt til að fjarlægja dónaleg eða meiðandi ummæli, nafnlausar athugasemdir eða athugasemdir undir dulnefni. – ESG
3 athugasemdir
Ekkert ping ennþá
valdimar Lárusson skrifar:
08/02/2013 at 21:16 (UTC 0)
Til viðbótar athugasemdum Vals:
„ Það sama gildir raunar um þesas sendingu.“
Eru þetta ekki óþarflega margar klaufavillur í ekki lengri texta ?
Eiður skrifar:
08/02/2013 at 16:30 (UTC 0)
Þakkir fyrir að benda á glöpin hjá mér, Valur. Viðurkenni að þetta er mjög slæmt.
Valur skrifar:
08/02/2013 at 13:48 (UTC 0)
„Og vonandi verður þetta möbnnum hvatning til að skrifa betur.“
„Lesandi á Húsavík bendir á illa skrifaða skrifaða frétt á mbl.is“
Molaskrifari þarf nú að vanda sig líka og mætti fara yfir eigin texta áður en hann er birtur, ekki bara annara.