«

»

Molar um málfar og miðla 1129

Það er einkar ánægjulegt hve mikið ábendingum um óvandað málfar í fjölmiðlum hefur fjölgað á fasbók. Daglega og oft á dag má sjá ábendingar um það sem betur mætti fara. Vonandi hefur viðleitni Mola haft eitthvað að segja í þessum efnum. Og vonandi verður þetta möbnnum hvatning til að skrifa betur.

Lesandi á Húsavík bendir á illa skrifaða skrifaða frétt á mbl.is (06.02.2013): http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/02/06/logregla_vill_afengi_af_tilbodssidu/ Það er svo sannaraleg rétt að hér mætti eitt og annað betur fara, að ekki sé meira sagt.
Það sama gildir raunar um þesas sendingu. frá Molalesanda: (06.02.2013): ,,Höfundar lagsins Ég á líf, þeir Örlygur Smári og Pétur Örn Guðmundsson, sárna að þeir séu þjófkenndir en margir hafa bent á líkindi með lögunum Ég á líf og I am Cow. Þeir neita að hafa stolið laginu frá kanadísku sveitinni The Arrogant Worms. … og þetta á dv.is í dag – í þessari frétt:
http://eyjan.pressan.is/frettir/2013/02/06/stjornarmadur-i-heimssyn-trufladi-fund-samtakanna-bloskradi-lygarnar/ Sögum ber ekki saman um háttsemi Árna Þórðar, því aðrir sem sátu fundinn segja að hann hafi kallað „kurteisislega“ fram í um það leiti sem fundarstjórinn Sögum ber ekki saman um háttsemi Árna Þórðar, því aðrir sem sátu fundinn segja að hann hafi kallað „kurteisislega“ fram í um það leiti sem fundarstjórinn, Páll Magnússon útvarpsstjóri, var að slíta fundinum.
… bara dæmi um fljótfærni sem maður sér í snöggri yfirferð um vefmiðla. Kv … Molaskrifari þakkar sendinguna.

Lesandi sendi þetta /(08.02.2013) : FIH bankinn skilaði tapi:
http://www.visir.is/fih-bankinn-skiladi-23-milljarda-tapi-i-fyrra/article/2013130209226
Mér finnst alltaf undarlegt þegar fyrirtæki skila tapi. Þau bara tapa. Þegar þau hagnast þá geta þau skilað hagnaði af því að hann ratar væntanlega til eigenda eða í fyrirtækið sjálft. En tap er þá væntanlega ávísun á skuld og þá má svosem segja að fyrirtækið skili skuld. – Réttmæt athugasemd Molaskrifari þakkar sendinunguna.

Fyrirvari: Athugasemdir frá öðrum á þessari síðu
eru á þeirra ábyrgð. Síðuskrifari áskilur sér rétt til að fjarlægja dónaleg eða meiðandi ummæli, nafnlausar athugasemdir eða athugasemdir undir dulnefni. – ESG

3 athugasemdir

Ekkert ping ennþá

  1. valdimar Lárusson skrifar:

    Til viðbótar athugasemdum Vals:

    „ Það sama gildir raunar um þesas sendingu.“

    Eru þetta ekki óþarflega margar klaufavillur í ekki lengri texta ?

  2. Eiður skrifar:

    Þakkir fyrir að benda á glöpin hjá mér, Valur. Viðurkenni að þetta er mjög slæmt.

  3. Valur skrifar:

    „Og vonandi verður þetta möbnnum hvatning til að skrifa betur.“

    „Lesandi á Húsavík bendir á illa skrifaða skrifaða frétt á mbl.is“

    Molaskrifari þarf nú að vanda sig líka og mætti fara yfir eigin texta áður en hann er birtur, ekki bara annara.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>