«

»

Molar um málfar og miðla 1176

Samanburður á kvölddagsskrám Ríkissjónvarpsins og þeirra norrænu sjónvarpsstöðva sem geta verið aðgengilegar hér á landi leiðir í ljós að á föstudags- og laugardagskvöldum býður Ríkissjónvarpið þjóðinni yfirleitt upp á ruslfæði meðan kjarnbetri matur er á boðstólum hjá norrænu stöðvunum.

Ekki síst í ljósi ákvörðun forráðamanna ÍA, var sagt í fréttum Stöðvar tvö (06.04.2013). Í ljósi ákvörðunar, hefði þetta átt að vera. Í fréttum sama kvöld sagði íþróttafréttamaður Ríkissjónvarps að snjóbrettahátíð yrði haldin hátíðleg á Akureyri um helgina. Þarf eitthvað að segja um það orðalag?

Sæmundur skrifar (08.04.2013): ,,Nú er Margrét Thatcher öll. Fréttamennirnir og þulirnir þurfa því að minnast hennar í fréttatímum næstu daga. Þegar hún er nefnd er eins og að þornið sé gleymt, flestir kalla hana „Tatsér“, reyndar allir sem ég hef heyrt í nema Bogi Ágústsson. Hann og þeir sem hafa ensku að móðurmáli kalla hana „Þatsér“. Eigum við ekki að njóta þess áfram að eiga þornið og varðveita það sem allra lengst?”. Að sjálfsögðu.

Í Molum er margt gagnrýnt sem Molaskrifara þykir miður fara í Ríkisútvarpinu, dagskrá þess og rekstri. Vefþjónusta Ríkisútvarpsins og aðgangur að áður fluttu efni þar er yfirleitt með miklum ágætum og ber að hrósa því sem vel gert þar á bæ. Vefurinn er notendavænn og þar er alla jafna vel að málum staðið.

Prófessor Helgi Haraldsson í Osló spyr (07.04.2013): ,,Eitra fyrir einhverjum??
http://www.mbl.is/frettir/erlent/2013/04/06/likid_grafid_upp_vegna_gruns_um_eitrun/
Líkamsleifar ljóðskáldsins og Nóbel-verðlaunahafans Pablo Neruda frá Síle verða grafnar upp á mánudag til að skera úr um það hvort hann hafi látist úr krabbameini eða hvort að eitrað hafi verið fyrir honum.” Molaskrifari þakkar Helga sendinguna.

Meira frá Helga. Hér bendir hann á það sem hann réttilega nefnir raunaleg dæmi um blogglensku:
,,Tvö raunaleg dæmi
http://www.dv.is/frettir/2013/4/7/yfirgnaefandi-meirihluti-vill-flugvollinn-i-vatnsmyri/:
Égvillingur:
Rúnar Peter • Virkur í athugasemdum
Ég vill alveg búa niður í miðbæ og eiga reiðhjól, hef reyndar líka áður gert það, en það segir ekki að ég vilji flugvöllinn burt?
– búa niður í miðbæ – á hraðri ferð niðureftir?
Sóðaskapur:
Sigurgeir Vilmundarson • Fylgja • Vinnur hjá Mostraum management
Það vill enginn hafa þetta helvítis skrípi í miðbænum, nema landsbyggðarhyski sem vælir eins og kettir á lóðaríi, og það heyrist hæst í þeim. Burt með þetta drasl, en það þarf líklega stórslys til þess að það gerist”
Rétt er það , að þetta er heldur raunalegt.

Fínar myndir í fréttalok í Ríkissjónvarpi (08.04.2013) af brandönd á Bakkatjörn. Skyldi það vera sú sama og Molaskrifari sá á Arnarnesvogi fyrir helgina? Hann hefur ekki séð hana á þeim slóðum síðan. Falleg er hún.

Góð umfjöllun Helga Seljan í Kastljósi (08.04.2013) um þrettán ára gamalt nauðgunarmál á Húsavík. Málið allt með hreinum ólíkindum og 113 manna hópi á Húsavík ekki til sóma svo vægt sé til orða tekið. Og ekki virðist hlutur sóknarprestsins þar hafa verið til sérstakrar fyrirmyndar. Þessi geðfellda unga kona er hetja. Kastljós á þakkir skildar fyrir að beina ljósinu að svona málum og vekja okkur til umhugsunar.

Fyrirvari: Athugasemdir frá öðrum á þessari síðu eru á þeirra ábyrgð. Síðuskrifari áskilur sér rétt til að fjarlægja dónaleg eða meiðandi ummæli, nafnlausar athugasemdir eða athugasemdir undir dulnefni. Lesendabréf eru vel þegin. Bréfritarar eru beðnir að taka fram hvort birta má bréf, eða ábendingar þeirra, undir nafni. – ESG

Samanburður á kvölddagsskrám Ríkissjónvarpsins og þeirra norrænu sjónvarpsstöðva sem geta verið aðgengilegar hér á landi leiðir í ljós að á föstudags- og laugardagskvöldum býður Ríkissjónvarpið þjóðinni yfirleitt upp á ruslfæði meðan kjarnbetri matur er á boðstólum hjá norrænu stöðvunum.

Ekki síst í ljósi ákvörðun forráðamanna ÍA, var sagt í fréttum Stöðvar tvö (06.04.2013). Í ljósi ákvörðunar, hefði þetta átt að vera. Í fréttum sama kvöld sagði íþróttafréttamaður Ríkissjónvarps að snjóbrettahátíð yrði haldin hátíðleg á Akureyri um helgina. Þarf eitthvað að segja um það orðalag?

Sæmundur skrifar (08.04.2013): ,,Nú er Margrét Thatcher öll. Fréttamennirnir og þulirnir þurfa því að minnast hennar í fréttatímum næstu daga. Þegar hún er nefnd er eins og að þornið sé gleymt, flestir kalla hana „Tatsér“, reyndar allir sem ég hef heyrt í nema Bogi Ágústsson. Hann og þeir sem hafa ensku að móðurmáli kalla hana „Þatsér“. Eigum við ekki að njóta þess áfram að eiga þornið og varðveita það sem allra lengst?”. Að sjálfsögðu.

Í Molum er margt gagnrýnt sem Molaskrifara þykir miður fara í Ríkisútvarpinu, dagskrá þess og rekstri. Vefþjónusta Ríkisútvarpsins og aðgangur að áður fluttu efni þar er yfirleitt með miklum ágætum og ber að hrósa því sem vel gert þar á bæ. Vefurinn er notendavænn og þar er alla jafna vel að málum staðið.

Prófessor Helgi Haraldsson í Osló spyr (07.04.2013): ,,Eitra fyrir einhverjum??
http://www.mbl.is/frettir/erlent/2013/04/06/likid_grafid_upp_vegna_gruns_um_eitrun/
Líkamsleifar ljóðskáldsins og Nóbel-verðlaunahafans Pablo Neruda frá Síle verða grafnar upp á mánudag til að skera úr um það hvort hann hafi látist úr krabbameini eða hvort að eitrað hafi verið fyrir honum.” Molaskrifari þakkar Helga sendinguna.

Meira frá Helga. Hér bendir hann á það sem hann réttilega nefnir raunaleg dæmi um blogglensku:
,,Tvö raunaleg dæmi
http://www.dv.is/frettir/2013/4/7/yfirgnaefandi-meirihluti-vill-flugvollinn-i-vatnsmyri/:
Égvillingur:
Rúnar Peter • Virkur í athugasemdum
Ég vill alveg búa niður í miðbæ og eiga reiðhjól, hef reyndar líka áður gert það, en það segir ekki að ég vilji flugvöllinn burt?
– búa niður í miðbæ – á hraðri ferð niðureftir?
Sóðaskapur:
Sigurgeir Vilmundarson • Fylgja • Vinnur hjá Mostraum management
Það vill enginn hafa þetta helvítis skrípi í miðbænum, nema landsbyggðarhyski sem vælir eins og kettir á lóðaríi, og það heyrist hæst í þeim. Burt með þetta drasl, en það þarf líklega stórslys til þess að það gerist”
Rétt er það , að þetta er heldur raunalegt.

Fínar myndir í fréttalok í Ríkissjónvarpi (08.04.2013) af brandönd á Bakkatjörn. Skyldi það vera sú sama og Molaskrifari sá á Arnarnesvogi fyrir helgina? Hann hefur ekki séð hana á þeim slóðum síðan. Falleg er hún.

Góð umfjöllun Helga Seljan í Kastljósi (08.04.2013) um þrettán ára gamalt nauðgunarmál á Húsavík. Málið allt með hreinum ólíkindum og 113 manna hópi á Húsavík ekki til sóma svo vægt sé til orða tekið. Og ekki virðist hlutur sóknarprestsins þar hafa verið til sérstakrar fyrirmyndar. Þessi geðfellda unga kona er hetja. Kastljós á þakkir skildar fyrir að beina ljósinu að svona málum og vekja okkur til umhugsunar.

Fyrirvari: Athugasemdir frá öðrum á þessari síðu eru á þeirra ábyrgð. Síðuskrifari áskilur sér rétt til að fjarlægja dónaleg eða meiðandi ummæli, nafnlausar athugasemdir eða athugasemdir undir dulnefni. Lesendabréf eru vel þegin. Bréfritarar eru beðnir að taka fram hvort birta má bréf, eða ábendingar þeirra, undir nafni. – ESG

1 athugasemd

Ekkert ping ennþá

  1. Valur skrifar:

    Eithvað vantar nú upp á að þú farir yfir það sem þú ert búin að setja hér inn. Það er ágætis regla að skoða hvernig hlutirnir líta út áður en þeir eru settir inn á síðuna. Það er auðveldlega hægt að gera með að skoða „sýnishorn“ af færslunni áður en hún er staðfest. En ef þú skildi ekki hafa tekið eftir því þá kemur textinn fyrir tvisvar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>