«

»

Hræðslusprengja Framsóknar – Þráinn stríðir þjóðinni

  Það var svolítið sérkennilegt hvernig   Framsóknarformaðurinn varpaði  órökstuddri hræðslusprengju inn í umræðurnar í gær og  tókst  þannig að láta  umræðuna  snúast talsvert um  sig daginn fyrir kosningar. Þetta var greinilega gert í örvæntingu,en ekki held ég að það hafi skilað miklum árangri.  Þetta mál  snýst  ekki um  að leyna  almenning einhverju sem  skiptir  máli. Það snýst um að  vernda  hagsmuni heildarinnar  með því að tryggja   rétt aðgengi á réttum   tíma að upplýsingum sem  skipta  þjóðarhag miklu. Það snýst um að  gæta  jafnfræðis í viðkvæmu og erfiðu máli. Mér  fannst þau Steingrímur og Jóhanna  ekki segja  þetta alveg nógu  skýrt í umræðum formannanna. Lýðskrum Borgarahreyfingarinnar  í formannaþættinum í kvöld var með ólíkindum, en reynslan  sýnir  að  skrumflokkar af þessu tagi  geta    laðað  að  sér   óánægjufylgi, sem  heldur alltaf að lausnin felist í nýjum flokkum. 

 En er ekki leyfilegt að  spyrja:  Gengur það ekki þvert á  allt  sem  Borgarahreyfingin  er  að segja  kjósendum að  Þráinn Bertelsson,sem, líklega  fer nú inn á  þing  skuli lýsa því yfir  að hann ætli sér að halda  heiðurslaunum listamanna, sem þessi fyrrverandi gallharði  allaballi hlaut fyrir pólitískan  tilverknað   Framsóknarflokksins ? Þingmennska er  fullt  starf  sem  er  prýðilega  launað . Þetta er einkennileg  tvöfeldni sem  sumir mundu kalla   hræsni. En líklega er Þráinn bara að  stríða  þjóðinni. Er það ekki öruggt ?

Mér  finnst að  barnabókahöfundurinn Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi flokkssystir Þráins,   ætti að taka  sæti hans í heiðurslaunaflokknum. Það er  löngu tímabært. Þráinn  hefur ekkert með  heiðurslaun að gera meðan hann  situr á  Alþingi,  verði hann   kjörinn. Auðvitað á hann að sjá  sóma sinn í að afþakka launin.

5 athugasemdir

Ekkert ping ennþá

  1. Eiður Svanberg Guðnason skrifar:

    Sigurður Þór. —- Man ég það ekki rétt að þú hafir lýst konu þannig að hún „ … væri löng og mjó eins og Vesturgatan á Akranesi.“ Þetta kemur mér ævinlega í hug, er ég keyri Vesturgötuna.

  2. Jón Óskarsson skrifar:

    Eiður.

    Þar sem ég er svolítið kunnugur mönnum úr þessum hópi þá er það staðfest að Þráinn var aldrei félagsmaður í Alþýðubandalaginu. 

  3. Eiður Svanberg Guðnason skrifar:

      Auðvitað á sama regla að gilda um ÞB og aðra opinbera starfsmenn. Laun frá  ríkinu  eða  ríkisfyrirtækjum dragast frá greiðslum úr ríkissjóði. Er ekki Borgarahreyfingin sífellt að  tala um jafnrétti þegnanna? Heiðurslaun eru bara eins og hver önnur laun.  Ef Friðrik Þór  eða einhver annar góður og gegn kvikmyndagerðarmaður hefði verið í  Framsóknarflokknum, hefði hann fremur átt að fá  verðlaunin. – Jón Óskarsson, – hefði Þráinn verið  dubbaður upp í ritstjórastöðu ef hann hefðui ekki verið allaballi ?  Öldungis ekki

  4. Sigurður Þór Guðjónsson skrifar:

    Heiðurslaun eru viðurkenning á unnum verðleikum, ekki starfslaun, heldur heiður, eins konar verðlaunapeningur. Þegar einhver listamaður hefur verið settur í heiðurslaunaflokk er hann ekki tekinn af honum. Menn geta afsalað sér launum en menn afsala sér ekki áunnum heiðri. Geta menn ekki skilið þetta. 

  5. Jón Óskarsson skrifar:

    Bara ein leiðrétting.

    Þráinn Bertesson var aldrei verið félagsmaður í Alþýðubandalaginu.

    Þessi misskilningur á sínar rætur í því að fyrrverandi flokksbróðir hans úr Framsókn, Ólafur nokkur Grímsson, réð Þráinn til að ritstýra Þjóðviljanum. 

    Það var hluti af herkænsku Ólafs til að drepa blaðið. Og það tókst.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>