«

»

Molar um málfar og miðla 1248

 

Norrænu stöðvarnar sýna fjölda heimildamyndir um samtíma og sögu. Færeyska sjónvarpið sýndi í kvöld (04.07.2013) mynd úr myndaflokknum : Kína tað nýggja heimsveldið. Ríkissjónvarpið íslenska forðast myndir af þessu tagi eins og heitan eldinn. Við þurfum nýtt fólk á efstu hæðirnar í Efstaleiti.

 

Jóhann Þorleifsson segir í tölvubréfi til Molaskrifara (04.07.2013): ,,Vísir byggir frétt á vafasamri heimild.”
Hann spyr: ,,Hvað finnst þér um að Vísir byggir frétt á sænskum nasistavef?
Fréttin: http://visir.is/lan-skattur-kynntur-til-sogunnar-i-svithjod/article/2013130629358
Um heimildina FriaTider: http://expo.se/2011/de-ligger-bakom-fria-tider_3800.html – Molaskrifari sest ekki í dómarasæti um þetta en að sjálfsögðu áævinlega að byggja fréttir á traustum heimildum og ekki bara einni heimild. Aðrir verða að dæma um hvort svo sé í þessu tilviki.

 

Gunnar sendi eftirfarandi (05.07.2013): ,,Það tíðkast á Alþingi að þingmenn mæli fyrir tillögum, en það þýðir þó ekki að þeir noti málband við það. En það má þó skilja á myndatexta á dv.is í dag, föstudag. Þar stendur: „Mældu fyrir tillögunni. Píratar mældu fyrir tillögunni á þinginu.“ Nú er bara spurning hvort tillagan hafi passað? Líklega mæltu þeir fyrir tillögunni.” Píratar hafa að mati dv.is málbönd í vasa , þá þeir ganga í þingsal inn. Um þetta sama skrifaði Helgi Haraldsson prófessor emerítus í Osló : http://www.dv.is/frettir/2013/7/4/meira-kjarkleysid-og-aumingjadomur/
Mældu fyrir tillögunni. Píratar mældu fyrir tillögunni á þinginu.
Hvað ætli hún eigi að vera, 3×4 m? — Nei , Helgi, hún náði ekki máli !

 

Vinur Molanna skrifar (04.07.2013): ,,Mikið hefur farið fyrir umfjöllun um skýrslu Rannsóknarnefndar um málefni Íbúðalánasjóðs að undanförnu. Enginn fjölmiðill hefur þó bent á hið sorglega, að í skýrslunni sjást skýr merki um skaðsemi beinþýddra illa skrifaðra frétta netmiðlanna. Orðalag skýrslunnar er víða eins og um beinþýðingu úr ensku sé að ræða. Sem dæmi má taka að í samantekt á bls. 6 í fyrsta bindi skýrslunnar segir: ,,Að vissu leyti má fullyrða að næsti kafli, sá níundi, sé „hjartað“ í skýrslunni en þar eru raktir atburðir sem urðu örlagaríkir fyrir sjóðinn en það voru skuldabréfaskiptin og almenn hækkun lánshlutfalls í 90%.“ Betra hefi verið ,,Segja má að hjarta skýrslunnar sé níundi kafli hennar þar sem rakin eru skuldabréfaskiptin og almenn hækkun lánshlutfall í 90%, sem áttu eftir að reynast örlagarík í sögu sjóðsins.“
Annað dæmi er eftirfarandi texti úr skýrslunni: ,,Í 11. kafla er sjónum beint að áhættustýringu ÍLS. Næst á eftir, í 12 kafla, er útlánaáhætta sjóðsins tekin fyrir og í 13. kafla lán til verktaka og leigufélaga sem urðu sjóðnum skeinuhætt. Kaflinn þar á eftir, sá 14., tekur saman tap Íbúðalánasjóðs, bæði það sem þegar er komið fram og það sem ætla má að geti orðið. Í 15. kafla eru stjórnmálavensl rakin.“ Molaskrifari þakkar sendinguna. Prófarkalestur væri ekki hæsti útgjaldaliðurinn við opinbera skýrslugerð..

 

Fyrirvari: Athugasemdir frá öðrum á þessari síðu eru á þeirra ábyrgð. Síðuskrifari áskilur sér rétt til að fjarlægja dónaleg eða meiðandi ummæli, nafnlausar athugasemdir eða athugasemdir undir dulnefni. Lesendabréf eru vel þegin. Bréfritarar eru beðnir að taka fram hvort birta má bréf, eða ábendingar þeirra, undir nafni. – ESG

 

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>