Glöggur lesandi pressunnar benti á þessa frétt á pressan.is
http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/myndir-dagsins-eydilegging-a-laugarvatni
,,Þegar bátaskúrinn hafði tekið tvöfalda skrúfu í loftinu endaði hann á höfðinu (Það var og !) Vonandi er að bátaskúrinn hafi ekki lent mjög harkalega á höfði þess sem skrifaði fréttina. Kannski hefur fréttaskrifarinn bara rekið hausinn í.
Hraunavinir fóru fýluferð, sagði í fyrirsögn á vef Ríkisútvarpsins (18.09. 2013) http://www.ruv.is/hofudborgarsvaedid/hraunavinir-foru-fyluferd Erfitt er að botna í fyrirsögninni ef fréttin er lesin. Hver fór fýluferð? Einna helst Vegagerðin? Sem frestaði framkvæmdum alla vega um sinn.
Það var hinsvegar undarlegt fréttamat hjá Ríkissjónvarpi að sýna ekkert frá umdeildum framkvæmd við nýjan veg sem á að leggja eftir endilöngu Gálgahrauni. Stöð tvö gerði málinu góð skil. Hvaða sjónarmið réðu hjá Ríkissjónvarpinu? Sé tekið mið af hinni hallærislegu og röngu fyrirsögn sem vitnað er til hér að ofan gæti læðst að mann illur grunur. En því trúir gamall starfsmaður fréttastofunnar ekki. Hver er skýringin? Þetta var frétt sem átti erindi í fréttatímann.
Lesandi sendi þessa frétt af visi .is Sæll
,,FH og Valur gerðu 3-3 jafntefli í viðureign liðanna í Kaplakrika í gær og allt sauð upp úr eftir leikinn en að sögn viðstaddra þurfti að stíga í sundur þá Lúðvík Arnarson og Börk Edvardsson eftir leikinn.“
Þessi snilldarsetning birtist hér:
http://visir.is/,,thessi-madur-tekur-peninga-thegar-leikmadur-fer-fra-val-/article/2013130919247
Gott er að vera búinn að fá Kiljuna aftur á skjáinn. Með besta efni Ríkissjónvarpsins að mati þess sem þetta skrifar. Það verður líka tilhlökkunar efni að fá þætti Egils vestan af sléttunum þar sem meðal annars verður fjallað bókmenntasögu og hefðir landnemanna
sem fluttu vestur og skáru sig úr öðrum innflytjendum með því að vera með fullar kistur af bókum. Utan bókanna var farangurinn oft ekki meiri en sængurföt, fáeinir fataleppar og einhver verkfæri.
Það linnir ekki kjánaganginum í Ríkissjónvarpinu. Hvað á það að þýða auglýsa Thulebjór í auglýsingu þar sem talað er eitthvert óskiljanlegt hrognamál. Raunar virðist þetta vera einhversstaðar á mörkum dagskrárefnis og auglýsingar. Hafa stjórnendur Ríkisútvarpsins enga sómatilfinningu?
Molar verða væntanlega eitthvað strjálli um sinn.
Fyrirvari: Athugasemdir frá öðrum á þessari síðu eru á þeirra ábyrgð. Síðuskrifari áskilur sér rétt til að fjarlægja dónaleg eða meiðandi ummæli, nafnlausar athugasemdir eða athugasemdir undir dulnefni. Lesendabréf eru vel þegin. Bréfritarar eru beðnir að taka fram hvort birta megi bréf, eða ábendingar þeirra, undir nafni, – ESG
1 athugasemd
Ekkert ping ennþá
Eirný Vals skrifar:
19/09/2013 at 13:46 (UTC 0)
Sæll,
Vinsamlega ekki birta þessa kveðju.
Ég vona að þú hafir það gott og orsök þess að Molar verði strjálli sé annríki við iðkun annarra tómstunda.
Ég saknaði pistlanna.
Ég óska þér og þínum góðrar heilsu.
Eirný