«

»

Molar um málfar og miðla 1366

 

 

Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins (15.12.2013) stendur: ,,Ósennilegt er að Stalín gamli hefði hrotið um slíkt og því líkt í sínum villtustu draumum um eftirlit með almenningi.” Sennilega hefur Stalín hrotið og kannski hátt. En hér hefur sennilega átt að standa:…. hnotið um, ekki hrotið um. Að hnjóta um eitthvað er að hrasa um eitthvað , eða reka augun í eitthvað og staldra við.

 

Enn saknar Molaskrifari erlendra fréttaskýringaþátta í Ríkissjónvarpinu. Erlendar stöðvar fjalla um aftökur og hreinsanir í Norður- Kóreu. Hér heyrum við ekki nema eina og eina frétt á stangli, sumar sæmilega ítarlegar að vísu. Þetta er stórt gat og gloppa í því hlutverki sem Ríkissjónvarpið á að gegna. Viðtalsþættir Boga , Egils og Evu Maríu eru oft ágætir en kom ekki tí stað frétttaskýringaþátta. Nægt framboð er af slíkum þáttum hér allt í kringum um okkur.

 

Þegar Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknar segir lesendum Kjarnanans að 1500 milljarða skuld sé arfur frá vinstri fyrri ríkisstjórn þá gegnur hún annaðhvort út frá því að meirihluti kjósenda séu kjánar sem ekki viti betur eða hún veit sjálf ekki betur og er beinlínis að segja lesendum ósatt. Konunni er sennilega ekki sjálfrátt.

 

Orðbragð í Ríkissjónvarpinu á sunnudagskvöld (15.1.2013) brást ekki frekar en fyrri daginn. Kannski þyldi þátturinn svolitla styttingu, – mætti vera aðeins hnitmiðaðri. Gaman var að umfjölluninni um hikorðin. Þar hefði þá að skaðlausu mátt segja meira. Það er ekki gaman að hlusta á háskólaborgara segja, ja, hérna , s ko skilurðu í annarri hverri eða hverri setningu í viðtölum.

 

Rafn skrifaði fyrir nokkru og benti á frétt í Morgunblaðinu (06.12.2013): Hvað skyldu nauðungusalir eða nauðungusölur vera??

 Innlent | mbl | 6.12.2013 | 15:41Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að vísa til Alþingis frumvarpi Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra um breytingu á lögum um nauðungarsölu. Frumvarpið er liður í þeim aðgerðum sem ríkisstjórnin kynnti um nýliðna helgi vegna skuldavanda heimilanna.

Gert er ráð fyrir að tillögurnar verði komnar til framkvæmda um mitt árið 2014. Því hefur innanríkisráðherra lagt fram frumvarp sem felur í sér að nauðungarsölum verði frestað fram yfir mitt næsta ár. Þannig gefst almenningi kostur á að meta þau áhrif sem aðgerðirnar hafa á skuldastöðu viðkomandi og eftir þörfum óskað eftir því að nauðungarsöluaðgerðum verði frestað fram yfir 1. júlí 2014.

Í tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu er tekið fram að frumvarpið feli ekki í sér sjálfvirka frestun á nauðungarsölu heldur þarf gerðarþoli að óska eftir slíkri frestun.

Stefnt er að því að leggja frumvarpið fram á Alþingi á næstu dögum.

 

Fyrirvari: Athugasemdir frá öðrum á þessari síðu eru á þeirra ábyrgð. Síðuskrifari áskilur sér rétt til að fjarlægja dónaleg eða meiðandi ummæli, nafnlausar athugasemdir eða athugasemdir undir dulnefni. Lesendabréf eru vel þegin. Bréfritarar eru beðnir að taka fram hvort birta megi bréf, eða ábendingar þeirra, undir nafni, – ESG

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>