«

»

Molar um málfar og miðla 1494

Rafn vísar til fréttar á vef dv.is (13.06.2014) þar sem sagði : Stal bílnum og stakk hann lífshættulega. Hann spyr:

Hvernig er farið að, þegar bíll er stunginn lífshættulega???Von er að spurt sé. Einhver fullorðinn á vaktinni hefur rekið augun í þetta, því fyrirsögnin var leiðrétt.

 

Enn kom það skýrt í ljós í gærkveldi (15.06.2014) að fréttirnar mæta afgangi í Ríkissjónvarpinu. Þær skipta ekki máli. Þeim er kastað fram og til baka í samræmi við duttlunga íþróttadeildar, ef boltaleikir eru á hefðbundnum útsendingartíma frétta. Fréttir áttu að hefjast klukkan 18 30. Þær hófust klukkan 18 55 vegna þess að boltaleikur dróst á langinn. Enginn afsökun. Bara sagt að fréttir væru seint á ferð vegna boltaleiks. Er enginn á vakt sem getur skrifað skjáskilti og sagt frá seinkun fréttanna? Maður talar nú ekki um að biðjast afsökunar á næstum hálftíma seinkum frá auglýstri dagskrá. Því verður vart trúað. Eða er þetta bara venjuleg framkoma Ríkissjónvarpsins við klafabundna viðskiptavini?  Og ekki var sjónvarpsfréttunum útvarpað að þessu sinni á Rás 2. Það er þó er venja.

 

Af mbl.is (15.06.2014): Icelanda­ir hef­ur lofað hverj­um þeim sem finn­ur hund­inn, tvo flug­miða hvert sem er í heim­in­um. Fákunnátta og/eða beygingafælni. Icelandair hefur lofað hverjum þeim .. tveimur flugmiðum. Lofa einhverjum einhverju.

 

K.Þ. Bendir á eftirfarandi frétt af svokölluðu Smartlandi á mbl. is http://www.mbl.is/smartland/heimili/2014/06/13/honnunarvilla_i_kopavogi/

Hann segir:

Skoðun myndanna leiðir í ljós að fyrirsögnin er rétt!

 

Meira úr Smartlandi Morgunblaðsins. Nú frá laugardegi (14.06.2014): Þar er fyrirsögnin: Fá góðan stuðning frá hver annarri http://www.mbl.is/smartland/heimili/2014/06/14/fa_godan_studning_fra_hver_annarri/

 

Ég er í velkomunefndinni, var sagt í neðanmálstexta á Stöð tvö á föstudagskvöld (13.06.2014). Þýðandinn hefur sennilega aldrei heyrt orðið móttökunefnd.

 

Getur Ríkissjónvarpið okkar ekki fengið fleiri matreiðsluþætti frá danska sjónvarpinu DR ?

 

Gleðilega þjóðhátíð, ágætu Molalesendur !

 

Fyrirvari: Athugasemdir frá öðrum á þessari síðu eru á þeirra ábyrgð.

Síðuskrifari áskilur sér rétt til að fjarlægja dónaleg eða meiðandi ummæli, nafnlausar athugasemdir eða athugasemdir undir dulnefni. Lesendabréf eru vel þegin. Bréfritarar eru beðnir að taka fram hvort birta megi bréf, eða ábendingar þeirra, undir nafni, – ESG

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>