«

»

Molar um málfar og miðla 1764

 

SLEGIST VIÐ KIRKJU

Af mbl.is (01.08.2015): ,,Lög­regl­unni barst til­kynn­ing um hópslags­mál við Selja­kirkju í Breiðholti rétt eft­ir klukk­an þrjú í dag.” Einhverjir ólátaseggir voru að slást hjá kirkjunni, í ghrennd við kirkjuna. Þeir voru ekki að slást við kirkjuna.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/08/01/hopslagsmal_vid_seljakirkju/

Sjálfsagt segir einhver, að þetta sé útúrsnúningur!  Það lætur kannski nærri.

Þetta var reyndar einnig á visir.is: http://www.visir.is/hopur-manna-flaugst-a-vid-seljakirkju/article/2015150809971

Í þeirri frétt segir:,, Lögreglan í Reykjavík þurfti að hafa afskipti af hópi manna sem tókst á við Seljakirkju í Breiðholti skömmu eftir klukkan 3 í dag.”. Ekki fór sögum af því hvort kirkjan tók á móti.

 

RAKI í EYJUM

Á laugardagskvöld (01.08.2015) sagði veðurfræðingur Ríkissjónvarps, að raki gæti orðið í Vestmannaeyjum. Næsta víst er að sú spá hefur ræst á þjóðhátíðinni!

 

FJÖLDI

Fjöldi sjálfboðaliða taka þátt í leitinni, var sagt í fréttum Stöðvar tvö (01.08.2015). Hefði átt að vera: Fjöldi sjálfboðaliða tekur þátt í leitinni. Ekki satt?

 

ÓLÉTTA

Marc og Priscilla ólétt:, er dálítið undarleg undarleg fyrirsögn á dv.is (01.08.2015) http://www.dv.is/frettir/2015/7/31/mark-og-priscilla-olett-segir-fra-atakanlegu-fosturlati-facebook/ Þeir bregðast ekki á dv.is.

 

,,VÍRAÐUR SAMAN”

Úr frétt á mbl.is (01.08.2015): ,,Ekki vildi bet­ur en svo að eitt skotið end­urkastaðist af bryn­vörn belt­is­dýrs­ins í kjálka manns­ins, sem flytja þurfti á spít­ala með flugi, þar sem kjálk­inn á hon­um var „víraður sam­an“ eins og seg­ir í frétt á vef In­depend­ent”. ,,Víraður saman”. Hefði ekki verið einfaldara að segja, til dæmis, – ,,þar sem gert var að kjálkabroti mannsins”? Sjá: http://www.mbl.is/frettir/erlent/2015/08/01/texasbui_skaut_beltisdyr_beltisdyrid_skaut_til_baka/

Reyndar virðist í fréttinni í Independent, að vír hafi verið notaður til að ganga þannig frá kjálka mannsins að hann gæti ekki hreyft hann.

 

Fyrirvari: Athugasemdir frá öðrum á þessari síðu eru á þeirra ábyrgð.

Síðuskrifari áskilur sér rétt til að fjarlægja dónaleg eða meiðandi ummæli, nafnlausar athugasemdir eða athugasemdir undir dulnefni. Lesendabréf eru vel þegin. Bréfritarar eru beðnir að taka fram hvort birta megi bréf, eða ábendingar þeirra, undir nafni, – ESG

 

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>