«

»

Molar um málfar og miðla 1796a

ENN UM VIÐTENGINGARHÁTT

Prófessor emerítus Helgi Haraldsson í Osló skrifaði Molum (15.09.2015):

,,Sæll Eiður.

Tek undir:

Það er orðið æ algengara að sjá þessa villu; fyrirsögn á visir.is (13.09.2015): Fimm til tíu skipulagðir glæpahópar starfi á höfuðborgarsvæðinuhttp://www.visir.is/fimm-til-tiu-skipulagdir-glaepahopar-starfi-a-hofudborgarsvaedinu/article/2015150919518

Ég hef lagt til hliðar nokkur dæmi um þennan óþrifnað:RÚV:  http://www.ruv.is/frett/kristnir-saeti-ofsoknum-i-israel

DV 1. febr. 2013:

Reykingar aukist í þeim aldurshópi sem tekur mest í vörina

Undarleg hvatning.

Erlent | mbl | 24.5.2012 Hvatt til heimtufrekju:

Norskir ríkisstarfsmenn geri of miklar kröfur

 Mbl. 4/7-09

Hondúras segi sig úr Samtökum Ameríkuríkja

Skattahækkanir skili litlu  http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item286286/

Mann rekur í rogastans yfir því að nokkur skuli óska eftir því að skattahækkanir verði til lítils gagns.

En því miður virðist þetta vera enn eitt tilfelli af málvillufaraldri sem herjar á íslenska fjölmiðla um þessar mundir:.

Mogginn telur t.d. æskilegt að leit að vírus endi með smiti:

Tækni & vísindi | mbl.is | 31.3.2009 | 23:34

Vírus smitist við leit

Fyrirtækið Symantec, sem sérhæfir sig í vírusvörnum fyrir tölvur, varar við því að leita að upplýsingum um tölvuvírusa á netinu. Slái fólk inn nöfn á vírusum eins og „Conficker“, sem er vírus sem nú er í umferð, geti fólk villst inn á síður sem hýsi vírusinn.

 

 Hvatt til þess að

…  fjöldi manns í Danmörku verði atvinnulaus:

Erlent | mbl | 31.3

100.000 missi vinnu í Danmörku

Frá Árósum í Danmörku.

Þrátt fyrir að þúsundir Dana hafi þegar misst vinnuna á liðnum mánuðum segja sérfræðingar sem Berlingske Tidende ræddu við að fleiri fjöldauppsagna sé að vænta á næstunni. Búist er við að allt að 100.000 manns missi vinnuna á árinu.

DV lætur ekki sitt eftir liggja og vænir Brasiliuforseta um að  vilja koma ábyrgðinni á kreppunni á bláeyga hvítingja:

DV 27/3: http://www.dv.is/frettir/2009/3/26/hvitt-folk-med-bla-augu-beri-abyrgd-kreppunni/

Hvítt fólk með blá augu beri ábyrgð á kreppunni !

En að öllu samanlögðu er þú RÚV líklega illviljaðasti miðillinn: leggur m.a. til að fermingarbörn reyki gras og að rauðu kjöti auðnist að valda heilsutjóni:

Rúv:  26.03.2009 15:06

Jafnvel fermingarbörn reyki gras

Stórir hópar fermingarbarna hafa byrjað neyslu á Maríjúana og telja það ekki vera skaðlegt.   

RÚV 25.03.2009 08:55

Rautt kjöt skaði heilsuna

Vísindamenn við bandarísku krabbameinsstofnunina The US National Cancer Institute hafa birt nýjar upplýsingar sem sýna að mikil neysla á rauðu kjöti og unnum kjötvörum veldur heilsutjóni, aukinni hættu á krabbameini, hjartasjúkdómum og dauða.

Lokaniðurstaðan er:

Fréttamenn valdi málspjöllum!

Heyr vora bæn.

Í alvöru talað – hafa fjölmiðlarnir enga málglæpalögreglu?

 

Prof. emeritus

Helgi Haraldsson, ILOS

(Institutt for litteratur, områdestudier og europeiske språk). Mobil 481 07 045”

Kærar þakkir, Helgi,  fyrir þessa þörfu upprifjun og ádrepu.

 

Fyrirvari: Athugasemdir frá öðrum á þessari síðu eru á þeirra ábyrgð.

Síðuskrifari áskilur sér rétt til að fjarlægja dónaleg eða meiðandi ummæli, nafnlausar athugasemdir eða athugasemdir undir dulnefni. Lesendabréf eru vel þegin. Bréfritarar eru beðnir að taka fram hvort birta megi bréf, eða ábendingar þeirra, undir nafni, – ESG

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>