HÁTT VATN OG FLEIRA
T.H. skrifaði (02.10.2015) og benti á þessa frétt á mbl.is:
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/10/02/gridarlegt_tjon_a_landi/
Þar segir: „Vatnshæðin er rúmir átta metrar.“
T.H. spyr:,,Það er svakalegt, en hver er dýptin?” –
Meira frá T.H.: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/10/02/vard_kjaftstopp_og_hissa/ „málshraði hefði verið óhóflega langur“
– Er þetta nú hægt, Eiður? Eiður svarar: Nei, eiginlega ekki.
T.H. bendir einnig á á þetta á visir.is: http://www.visir.is/sjadu-myndir-af-sogulegu-skaftarhlaupi/article/2015151009701
„Mikið mæðir á stöplum brúnnar yfir Eldvatn“
Og segir: ,,Ekki lagast það!” – Nei, það lagast ekki. Skaftárhlaupið náði hámarki og fór síðan að sjatna. Amböguflóðið hefur enn ekki náð hámarki. Svo mikið er víst.
Þakka ábendingarnar, T.H.
FRÉTTIR OG FLÓÐ
Fréttaflutningur ljósvakamiðlanna af Skaftárhlaupi var með ágætum , – á Bylgjunni var dramatíkin kannski mest (02.10.2015)! Þetta voru sannkallaðar náttúruhamfarir.
Í kvöldfréttum Ríkisútvarps á föstudag sagði fréttamaður reyndar, – ,,..mun áhrifum flóðsins gæta fram í næstu viku”. Hann hefði betur sagt:,, .. mun áhrifa flóðsins gæta ..”.
Ekki þótti Ríkissjónvarpi samt ástæða til að vera með seinni fréttir á föstudagskvöldi, þrátt fyrir náttúruhamfarir. Til hvers eru seinni fréttir? Úrslit í boltaleik hefðu kannski orðið tilefni seinni frétta þetta kvöld. Ekki náttúruhamfarir í íslenskri sveit.
MOLUM FÆKKAR
Molum fækkar nú um sinn.
TIL LESENDA
Þeir lesendur, sem vilja senda mér tölvupóst eru beðnir að nota póstfangið eidurgudnason@gmail.com .Eða einkaskilaboð á fésbók.
Fyrirvari: Athugasemdir frá öðrum á þessari síðu eru á þeirra ábyrgð.
Síðuskrifari áskilur sér rétt til að fjarlægja dónaleg eða meiðandi ummæli, nafnlausar athugasemdir eða athugasemdir undir dulnefni. Lesendabréf eru vel þegin. Bréfritarar eru beðnir að taka fram hvort birta megi bréf, eða ábendingar þeirra, undir nafni, – ESG
Skildu eftir svar