«

»

Molar um málfar og miðla 1808

 

ÞREKIN KVÍGA!

T.H. benti á þessa frétt á visir.is (01.10.2015): http://www.visir.is/veiddu-kvigu-ur-haughusi–thakka-fyrir-ad-norska-kynid-er-ekki-komid-hingad-/article/2015151009789

„Kvígan var nokkuð þrekin er hún kom upp úr mykjunni enda hafði hún þurft að troða marvaðann til að koma í veg fyrir að hún færi á kaf.“
T.H. segir: ,,Líklega eru norsku kvígurnar enn þreknari, en kannski á greinarhöfundur við að kvígan hafi verið ÞREKUÐ, en kann bara ekki tungumálið, sem hann skrifar á?” – Molaskrifari þakkar ábendinguna.
ÓVANDVIRKNI

Úr frétt á mbl.is (01.10.2015): ,, Skóla­stjóri Há­teigs­skóla, Ásgeir Bein­teins­son, biður for­eldra og nem­end­ur skól­ans af­sök­un­ar á því að kenn­ar­ar eða starfs­menn skól­ans hafi kunnað að særa eitt­hvað barn í skól­an­um með at­huga­semd­um um klæðaburð þeirra í frétta­bréfi sem sent var til for­eldra barna í Há­teigs­skóla í dag”.

Þetta er ekki rétt. Í næstu málsgrein er vitnað orðrétt í fréttabréfið en þar segir: ,, „Hafi kenn­ari eða starfsmaður sært eitt­hvert barn í skól­an­um með at­huga­semd­um sín­um um klæðnað þykir okk­ur það afar miður og biðjumst af­sök­un­ar á því,“ skrif­ar Ásgeir”. Í fyrri málsgreininni eru skólastjóra lagðar ambögur í munn. Kannski ætti mbl.is að biðja skólastjórann afsökunar. Þetta eru óvönduð vinnubrögð.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/10/01/bidst_afsokunar_a_athugasemdunum/

 

THE VOICE ÍSLAND

Ekki verður sagt, að sumar sjónvarpsstöðvar geri sér far um að vanda málfar. Margir muna sjálfsagt þætti Stöðvar tvö, sem báru óbermisnafnið Ísland got talent. Hrært saman ensku og íslensku. Nú leggur Skjár eitt sitt af mörkum The Voice Ísland. Hafði reyndar áður lagt sitt af mörkum með þáttunum The Biggest Loser Ísland.  Þetta er ekki til fyrirmyndar. Langur vegur frá.

 

 

ENN OG AFTUR

Það hlýtur að vera veigamikill þáttur í verkahring málfarsráðunautar Ríkisútvarpsins að brýna fyrir þáttastjórnendum að vanda málfar sitt. Hefur stundum verið nefnt hér áður! Í morgunþætti Rásar tvö (02.10.2015) talaði umsjónarmaður tvisvar sinnum um allskonar tipps og trix ! Molaskrifari hefur reyndar tekið eftir því áður að þessum umsjónarmanni hættir nokkuð til að kasta á okkur slettum. Það er til dæmis á mörkunum að boðlegt sé að við hæfi sé að umsjónarmaður tali um að redda þessu eða hinu Sú sletta  er löngu orðin  gott og gilt talmálm, óformlegt eins og orðabókin segr.

Það var til fyrirmyndar hjá Sigmari Guðmundssyni í þessum sama þætti, þegar kona sem rætt var við, notaði orðið ergonomics, þá bað Sigmar hana að skýra fyrir hlustendum hvað orðið þýddi. Hvað hún og gerði. – Það er sú fræðigrein sem fæst við rannsóknir á því hvernig best sé að hanna vinnustaði, vinnuaðstöðu, tól og tæki til að hámarka öryggi, þægindi, hagkvæmni og framleiðni, – segir orðabókin. Fréttamenn mættu oftar gera etta.

 

TIL LESENDA

Þeir lesendur, sem vilja senda mér tölvupóst eru beðnir að nota póstfangið eidurgudnason@gmail.com .Eða einkaskilaboð á fésbók.

 

 

Fyrirvari: Athugasemdir frá öðrum á þessari síðu eru á þeirra ábyrgð.

Síðuskrifari áskilur sér rétt til að fjarlægja dónaleg eða meiðandi ummæli, nafnlausar athugasemdir eða athugasemdir undir dulnefni. Lesendabréf eru vel þegin. Bréfritarar eru beðnir að taka fram hvort birta megi bréf, eða ábendingar þeirra, undir nafni, – ESG

 

 

 

1 athugasemd

Ekkert ping ennþá

  1. Jón skrifar:

    Ergonomics er yfirleitt kallað vinnuvistfræði á íslensku en ef marka má Orðabankann er líka til hugtakið tæknileg lífeðlisfræði. Verður þá ekki lýsingarorðið, ergonomic, vinnuvistfræðilegur á íslensku? Ætti ekki frekar að nota ergónómík og ergónómískur sem beygist þá einsog pólitík/pólitískur eða er það stjórnmálafræðileg ranghugsun?

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>