«

»

AÐ VILLA UM FYRIR FÓLKI

Svo er að  sjá sem forseti Íslands og Morgunblaðið séu komin í  sameiginlega herferð gegn aðild  Íslands að Schengen. Er ekki Útvarp Saga í sama liði?

Bandaríkjamenn segja ,,Politics makes strange bedfellows”, sem útleggst lauslega: Í pólitíkinni verða til undarlegir rekkjunautar, – eða  undarlegasta fólk sængar saman í pólitík.

Auðvitað er  Schengen-kerfið  ekki gallalaust og þarf að bæta, eins og berlega hefur komið  í ljós að undanförnu. En þegar Morgunblaðið og þjóðhöfðinginn ( sem ætti ekki að blanda sér í þessa umræðu)  nota það sem rök, að Bretar séu ekki í Schengen og  Bretar byggi  eyju eins og við, og  þess vegna  þurfum við ekkert á Schengen að halda, þá er verið að afvegaleiða umræðuna og villa um fyrir fólki.

Bæði Morgunblaðið og  ÓRG  láta þess  rækilega ógetið, að Bretar  eru með öflugustu leyniþjónustu  allra   ESB landanna.  Við landamæravörsluna eina, vegabréfaeftirlit starfa hátt í 25 þúsund manns og er þá ógetið öryggisþjónustunnar MI 5 sem starfar innanlands og  MI6  sem  aðallega annast, njósnir og upplýsingaöflun erlendis.

Athugun vegabréfa ein og sér  segir ekki nokkurn skapaðan hlut. Það er  aðgangurinn að gagngrunni og  samstarfi Schengenríkjanna sem  skiptir máli.

Eru forsetinn og Moggi  að tala fyrir því að  fjölgað verði  starfsmönnum við landmæravörslu hjá okkur  um nokkur hundruð eða þúsund manns og að komið verði á fót öflugri leyniþjónustu á Íslandi? Er það vilji Ólafs Ragnars Grímssonar og  stjórnenda Morgunblaðsins?  Ef svo e,r  á bara að segja það hreint út. Annars er þessi umræða bara bull út í bláinn  til þess eins að  villa um fyrir fólki og  afvegaleiða umræðuna.

 

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>