Þegar þeim sem þetta ritar var skipað í flokk sendiherra í „eldri kantinum“ ,sem væru orðnir of margir, eins og sagt var úr ræðustóli Alþingis, var honum svona sæmilega kurteislega þrýst til að hætta ellefu mánuðum fyrir sjötugt og fékk við starfslok greitt sex vikna ótekið sumarleyfi. Enginn starfslokasamningur þar.
Ef ég hefði hinsvegar haft vit á að standa í vafasömum hlutabréfaviðskiptum væri ég kannski enn á launum hjá ríkinu. En þetta er allt í góðu lagi. Ég nenni eiginlega ekki að hugsa um þetta lengur og er í ljósi aðstæðna prýðilega sáttur. En svona getur maður verið rosalega vitur eftir á !
5 athugasemdir
Ekkert ping ennþá
Hörður B Hjartarson skrifar:
25/10/2009 at 22:29 (UTC 0)
Eiður !
Vil bæta því við , að það er einnig mín eindregin skoðun , að þingmönnum eigi að fækka um helming , og þeir eiga að stimpla sig inn í þá vinnu .
Hörður B Hjartarson skrifar:
25/10/2009 at 22:26 (UTC 0)
Eiður!
Takk fyrir svarið , en að vísu munum við væntanlega seint verða sammála um „nauðsyn“ sendióráðanna , kannski á það einnig við um ráðherrafjölda hverju sinni , ég vil sjá þá tölu fara annað hvort í sjö eða fimm , föst laun þingmanna svo og ráðherra burtséð í hve mörgum nefndum , eða ónefndum þeir sitja,en þér til fróðleiks voru þingnefndirnar snemma á árinu 2002 níuhundruðogþrjátíu , en guð má vita hver fjöldi þeirra er í dag , heldur þú þær séu ekki allar , hver og ein , bráðnauðsynlegar ? Væntanlega kostar svona „vit“ eitthvað okkur íslendinga .
Eiður Svanberg Guðnason skrifar:
25/10/2009 at 15:01 (UTC 0)
Auðvitað er það svo…
Eiður Svanberg Guðnason skrifar:
25/10/2009 at 15:00 (UTC 0)
Hörður, Auðvitar það svo að ekki bara má, heldur á, að taka til í sendiráðum eins og annarsstaðar. Það hefur verið gert og er verið að gera. Sendiráðum og sendiskrifstofum hefur verið lokað , starfsfólki fækkað. Þótt ég sé hættur störfum í utanríkisþjónustunni veit ég með vissu að þar er allra leiða leitað til sparnaðar, en þrátt fyrir allar tækniframfarir eru sendiráð nauðsynlegur þáttur í starfsemi allra sjálfstæðra ríkja.
Hörður B Hjartarson skrifar:
25/10/2009 at 12:29 (UTC 0)
Eiður !
Ég get að vissu marki haft samúð með þér , – en seg þú mér „má“ ekki taka til í sendióráðunum (sérstaklega í ljósi þess að tölvur og fax tæki eru vítt og breytt um jörðu vora , utan biksvörtustu Afríku) , hvað fynnst fyrrverandi frábærum sjónvarpsfréttamanni um þá skoðun mína , og margra annarra ?