«

»

Stutt er Sturlunef

 Dapurlegt er að sjá hvernig samflokksmenn  og  samherjar Þorsteins Pálssonar ráðast  nú að honum með  aðdróttunum og stóryrðum fyrir það eitt að hafa tekið sæti í samninganefndinni um aðild okkar að ESB. Þeir skammsýnu og hugumlitlu menn, sem þetta gera, ættu miklu frekar að fagna  setu  Þorsteins í nefndinni.  Að honum er mikill fengur. Enginn frýr honum vits og enginn grunar hann um græsku.

  Víðsýni, greind og  sanngirni Þorsteins  eru okkur gott veganesti í þessar  viðræður, en  það er ofvaxið skilningi sumra,  sem áður gegndu  trúnaðarstöðum á  vegum Sjálfstæðisflokksins og sjá nú ekki lengra en nef þeirra nær. Sem er stutt. Það gildir sérstaklega um fyrrum forseta Alþingis.

3 athugasemdir

Ekkert ping ennþá

 1. Eiður Svanberg Guðnason skrifar:

  Mannasiðir hafa víða verið látnir víkja, Villi. Því er nú verr.

 2. Villi G. skrifar:

     Ágæti Eiður. Hvers vegna er þessi ofsafengni málflutningur. Ágætasta fólk er útskúfað úr flokkum, kallað nöfnum einsog þjóðníðingar landsölumenn, landráðamenn eða þaðanaf verra. Nú hefi ég ekki verið sammála Þorsteini Pálssyni um allt.  Frá því hann hann birtist mér fyrst sem talsmaður Vinnveitendasambandsins sáluga og til þessa dags. En engu að síður hefur hann birtst mér sem grandvar og heiðarlegur maður. Og hvers vegna  þessi ofsi. Hafa mannsiðir látið undan síga í opinberri umræðu???.   Kveðja

 3. Hörður B Hjartarson skrifar:

      Eiður !

      Í það minnsta mætti , og ætti , þessi sturlaði maður að líta sér nær , kannski hann sé svona seinn að komast á breitingaskeiðið , eða Hallgerður orðin svona erfið , eftir öll árin með honum , ja eitthvað er það .

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>