«

»

SPRUNGIÐ GATNAKERFI

 

Það eru engin tíðindi, þegar sagt er að gatnakerfið á höfuðborgarsvæðinu sé  sprungið. Það kemur  engum á óvart. Þetta kom berlega í ljós í morgun, – betur  en  ég hef áður  séð.

Klukkan  08:05  fór ég úr  Garðabæ,- átti  tíma hjá   rakaranum mínum  í Bolholtinu klukkan 08:30. Þangað eru  8  kílómetrar.  Það var  samfelld  bílalest   frá  Hafnarfirði til Reykjavíkur  og hreyfðist hægt. Það  tók  45  mínútur að aka þessa 8  kílómetra og  ég var 20 mínútum of seinn. Það kom  ekki verulega   sök, því rakarinn var álíka seinn. Hann var  rúman klukkutíma  úr Hafnarfirði. – Maður gæti alveg  eins átt heima á Selfossi , sagði hann. Svo veltum við því  svolítið  fyrir okkur hve margar þúsundir  hefðu tafist og hve margir  hefðu komið pirraðir í vinnuna !

Ein af ástæðum þessa öngþveitis er  sú ,að  ljósin  sem  hleypa  umferðinni að sunnan til norðurs yfir Miklubrautina   loga  grænt í  um það bil 20 sekúndur og þá komast   5-7  bílar yfir gatnamótin, ef  ökumaður fremsta  bílsins  er sæmilega vakandi, sem er ekki alltaf.

Á þessum 45  mínútum varð mér hugsað til  þess hvað  gerðist ef   slökkvilið eða  lögregla  þyrftu að komast þessa leið. Hér eru engar eru neyðarakreinar  eins og  víða  er í öðrum löndum.

Ef yfirvöld  hefðu haft  döngun í sér   til þess að  gera alvöru gatnamót þar sem Miklabraut og  Kringlumýrarbraut mætast,  hefði umferðin gengið  greitt. Í stað þess að byggja mislæg  gatnamót  eins og  löngu er tímabært, var lappað upp á  þau  gömlu. Það hefur litlu skilað.

Hvernig  halda menn að ástandið verði,  þegar  búið verður  byggja   allar þær  íbúðir sem  nú er  verið  að skipuleggja og teikna út um nes og  holt  í  Kópavogi, Hafnarfirði og  Garðabæ?

Það verður   skelfilegt.

 

PS Ég var 10 mínútur að aka heim.

 

1 athugasemd

Ekkert ping ennþá

  1. Sigurður G. Tómasson skrifar:

    Mér þykja þetta ekki tíðindi. Tvennt þarf að taka sérstaklega fram í því sambandi: Sjötíu prósent af tekjum af bílum koma héðan en hingað fara, tæplega, 30% af útgjöldum til vegamála. Fyrrverandi samgönguráðherra er reyndar einn sá alversti í áratugi. Í annan stað hafa menn ekkert hugsað af viti um almenningssamgöngur í þéttbýli, þótt nú sé vonandi að verða breyting á. Það eru áratugir síðan menn komust að því í föðurlandi bílsins, Bandaríkjunum, að ekki væri hægt að byggja vegakerfi og koma upp bílastæðum fyrir alla sem vilja vera á bílum. Engum heilvita New York-búa dettur í hug að fara á einkabíl inn til Manhattan. Þeir sem það gera þurfa að borga háar fjárhæðir. Það yrði forsíðufrétt á The New York Times, ef tollstjórinn þar byggði bílastæði fyrir starfsmenn. Þetta gera menn á Íslandi, í miðbænum. Hér hvetja yfirvöld sem sagt til ófremdarástands.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>