«

»

Molar: Er þetta það sem koma skal ?

 

Góðvinur og gamall samstarfsmaður  Molaskrifari sendi  það sem hér fer á eftir:  

Eftirfarandi bréf barst stjórnendum MK á dögunum frá nemanda sem vill
koma á nýtískulegum kennsluháttum í skólanum:

Mörgum nemendum finnst kennarar þeirra vera ótrúlega leim og voða mikið bara að kenna eitthvað júsless stöff. Allar bækurnar sem eru lesnar í íslensku eru t.d. most boring bækur ever sem enginn les nema einhverjir proffar!

Án djóks! Svo tala þeir einhvað fokking fornmál
og maður bara VÓ! og skilur ekki rass og svo hrauna þeir bara yfir mann ef maður spyr kannski aftur hvað hafi skeð fyrir einhvern í einhverri sögu!

Kannski ættu kennarar að pæla í því að gleyma gömlu kennsluaðferðunum sem eru nú ekkert til að hlaupa húrra fyrir og þeir eru búnir að nota síðan í örlý seventís og fara að öpdeita sig aðeins.

Þeir gætu t.d. komið sér upp kennslusíðum á feisinu og gætu þá addað nemendum og þá nottla bara þeim sem hafa áhuga. Þá gætukennararnir líka tjattað við nemendur og búið til allskonar quiz og test sem nemendum þætti gaman af í staðinn fyrir að vera alltaf að bögga  nemendur með sjúklega leiðinlegum prófum.

Svo er gegt góð hugmynd að nemendur gætu þá líka alltaf kommentað á t.d heimanámið því það er ógeðslega fúlt að hafa of mikið að gera eða verið með reitings á kennsluna og kannski gætu kennarar sem skora hátt fengið hærri laun eða eikkað.

Kennarar gætu líka verið með til dæmis groups umkjörbókarritgerð og þá gætu þeir bara joinað sem ætluðu að lesa heila bók eða sollis og fá þannig 10% .

Kennaranir gætu líka sett inn events þegar væri að koma próf og sent nemendum bara invitation þá myndu allir pottþétt vita það. Ekki eins og núna þegar stundum er ekki einu sinni sagt manni að það sé próf næsta dag! Kommon!

Svo ef kennarinn sé veikur þá er næs að hann geti bara sett það í statusinn og nemendur sjá það og bara hjúkket! Frí!sjitt hvað það væri osom!

Svo gætu allir sett inn myndir – bara svona normal myndir –ekkert djúsí sem kennarinn má ekki sjá 😉 og þá er hægt að tagga aðra nemendur á myndunum og þá væri miklu meira easy skiluru fyrir kennarann að muna hvað allir heita sko.

Kennarar gætu líka kennt bara online og allir fengu mætingu ef þeir væru loggaðir inn. Það væri svít. Þá gætu nemendur bara tjillað heima kannski og dánlódað bara öllu draslinu í tölvurnar eða ipodana sína!

Allavega er aðal issjúið að kennarar átti sig á því að núna eru þeir í tómu tjóni og það sé möst að þeir geri huge breytingar á kennslunni sko! Sorrý en þeir verða að spá í að þeir eru líka í keppni við allt hitt stöffið sem nemendur geta skemmt sér við í tölvunum. Það er audda miklu skemmtilegra að spila tölvuleik eða að horfa á eitthvað á Youtube heldren að hlustá einhvern kennara tala. En whatever…eikkað
er greinilega að og því er skorað á kennara: Reynið að láta
nemendunum hlakka til að mæta í tíma til ykkar og þið rúlið!

Luv,
xoxo 

Þetta er sannarlega umhugsunarefni.
 
 
 

13 athugasemdir

Ekkert ping ennþá

  1. Eiður Svanberg Guðnason skrifar:

     Kærar þakkir, kennari. Gaman að þessu. Skemmtilega nýstárlegt!

  2. Sigurlaug Guðrún Inga Gísladóttir skrifar:

    Ég hef aldrei skilið hvað það kemur íslenskri tungu  við að kenna fornbókmenntir í grunn og framhaldsskólum, slíkar bókmenntir hættu að heyra undir háskóla og þá undir sögu.  Hvað  þá heldur  Laxnes sem ekki gat  „lagst svo lágt“ að fylgja settum reglum í stafsetningu. Krakkar sem strögla við að læra réttritun eiga ekki um leið að þurfa lesa slíkar bókmenntir, það hefur valdið mörgum nemandanum vandræðum.

  3. Ólafur Ingi Hrólfsson skrifar:

    Er villa í þessu?

    Ef þetta væri raunverulegt bréf væri það sorglegt.

    Hitt er svo annað að móðurmálskennsla í skólum fær alls ekki þann tíma sem henni ber.

    Önnur hlið málsins er svo ríkiseinokun Námsgagnastofnunar ( Ríkisútgáfu námsbóka ) á námsefni fyrir grunnskóla – skólarnir eiga að fá sitt fé til sín og ráðstafa því sjálfir.

  4. kennari skrifar:

    Gleymdi að taka fram að bréfið er alveg eins og það kom frá nemendum – vissulega ekki gallalaust en mun betra en upprunalega útgáfan. Nokkuð vel að verki staðið á 40 mínútum!

  5. kennari skrifar:

    Sæll aftur,

    Nemendum var skipt í 3-4 manna hópa og verðlaunin voru ekki af lakara taginu: Svörtuloft eftir Arnald og 10 máltíðir í mötuneyti skólans á hvern mann í hópnum!

    Það bréf sem þótti best og hlaut 1. verðlaun má sjá hér á síðu MK : http://tungu.net/index.php?option=com_content&task=view&id=1027&Itemid=180

    Þetta vonandi eykur tiltrú okkar allra á íslenskri tungu og þeim sem erfa skulu landið!

  6. Eiður Svanberg Guðnason skrifar:

      Kærar þakkir  fyrir þetta svar , – og skýringu, kennari. Þetta hefur sannarlega verið  verið áhugaverð tilraun. Fínt og frumlegt uppátæki. En mikið væri gaman að  sjá svör nemenda !

  7. kennari skrifar:

    Til fróðleiks skal upplýst að þetta „bréf“ er samið af íslenskukennara í MK og var notað sem verkefni í tengslum við dag íslenskrar tungu þann 16. nóvember s.l. Verkefnið fólst í því að „þýða“ þetta bréf yfir á gott íslenskt mál. Tilgangurinn með verkefninu var m.a. sá að vekja nemendur til umhugsunar um eigið málfar og þróun og varðveislu íslenskunnar. Það virðist hafa tekist – langt út fyrir veggi skólans! 

  8. Eiður Svanberg Guðnason skrifar:

    Tek undir það Ben.Ax. að hann er sannarlega óvitlaus, sem þetta skrifaði.

  9. Eiður Svanberg Guðnason skrifar:

     Mér finnst þetta orðalag ekki til fyrirmyndar. Betra væri að segja: Háttvirtur … þingmaður… hefur kvatt sér hljóðs.

  10. Húsari. skrifar:

    Sæll Eiður.

    Hvað finnst þér um þá staðreynd
    að allir forsetar Alþingis sem nú er starfandi
    hafa oftar en einusinni komist þannig að orði:

    “ … óskar að kveða sér hljóðs.“

  11. Eiður Svanberg Guðnason skrifar:

    Líklega hefði fyrirsögnin átt að vera: Erðettasmkomaskal?

  12. Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson) skrifar:

    Þetta er bráðskemmtilegt sjitt, greinilega skrifað af geðveikt gáfuðum gaur og góðum í stafsetningu að minnsta kosti.

  13. Eiður Svanberg Guðnason skrifar:

    …. samstarfsmaður Molaskrifara átti þetta auðvitað að vera.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>