Stjórnarandstaðan er búin að breyta Alþingi Íslendinga í leikhús fáránleikans. Sá sem þetta ritar trúði eiginlega hvorki augum né eyrum, þegar hann sá þingmenn í ræðustóli vælandi um hungur, að þeir fengju ekki fundarhlé til að raða í sig réttunum úr hinu ágæta ( og líklega niðurgreidda) mötuneyti þingsins. Fáránleikanum og fíflaganginum virðast engin takmörk sett. Þið misbjóðið þjóðinni með þessari framkomu.
6 athugasemdir
Ekkert ping ennþá
Eiður Svanberg Guðnason skrifar:
29/11/2009 at 14:11 (UTC 0)
Þakka þér ábendinguna Lilja,
Á vef Árnastofnunar sló ég einhverntíma upp beyginu orðsins stóll til að vera viss. Hún er þar gefin svona:
Þannig að þágufallið af orðinu stóll getur verið á hvorn veginn sem er. Ef hinsvegar er spurt um beygingu orðsins ræðustóll þá er ekki gefin þágufallsmyndin ræðustóli, þannig að um það hefur þú rétt fyrir þér. Sama gildir um prédikunarstól. Þannig að þágufallsmyndin stóli virðist ekki til í samsetningum þó hún sé til í orðinu stóll, sbr. það sem segir hér að ofan.
Lilja skrifar:
29/11/2009 at 13:01 (UTC 0)
Aðeins of fljót að senda þetta! Spurning um hvort þágufallið sé ekki ræðustól.
Lilja skrifar:
29/11/2009 at 12:56 (UTC 0)
Eiður, þú segir …þingmenn í ræðustóli? Er ekki þágufall þessa orðs ræðustóll?
Eygló skrifar:
29/11/2009 at 01:15 (UTC 0)
Kunningjakonu minni var algjörlega ofboðið: „Kunna þessir and…. dru…. ekki að panta pítsu? Hlýtur að mega narta í þær í þingsal, eins og að senda sms, lesa blöðin og stara dauflegum augum fram fyrir sig…“
Þeir verða nú að fá eitthvað í gogginn greyin, gæti komið blóðstreymi til heilans væri það hollustufæða.
Það varð, líkt og þú skrifar, þvílík móðursýki sem kom upp (kannski af blóðsykurfalli) Hefði mátt bera fram „kók og prins“
Gunnar Skúli Ármannsson skrifar:
29/11/2009 at 00:32 (UTC 0)
Eiður, ég er ósammála þér.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson) skrifar:
28/11/2009 at 23:56 (UTC 0)
Steini, vinur minn, er ekki sammála þér í þessu efni. Hann lítur á þingmenn sem guðlegar verur sem þurfi ekki að nærast á öðru en því sem fram gengur af munni þeirra sjálfra. Hann segist hafa fastað í tvo daga með góðum árangri árið 1978 og hvetur alla til að gera slíkt hið sama.