«

»

Léleg fréttaþjónusta

 Af gömlum vana   les ég netútgáfur  China Daily og    People´s  Daily  eða  Dagblaðs  alþýðunnar. Undanfarna daga hef ég svipast um  eftir  fréttum af  heimsókn  forseta Íslands  til Kína, en þar er hann skv. fréttum  í boði  Hu Jintaos  Kínaforseta.Mér  hefur ekki tekist að  finna  staf um heimsókn forsetans.Kannski hefur það farið  framhjá mér.  Hinsvegar er skilmerkilega frá því greint, að Hu Jintao forseti   hafi í  tengslum við Olympíuleika fatlaðra átt  fund   með  Timothy Shriver og Eunice Kennedy Shriver en  hún  átti frumkvæðið að Olympíuleikum  fatlaðra.Ég verð að segja  eins og  er, að mér  finnst þetta léleg fréttaþjónusta hjá  Kínverjum.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>