Fyrir nokkrum kvöldum, er ég var að bíða eftir að horfa á færeysku eða íslensku sjónvarpsfréttirnar vafraði ég inn á danska rás þar sem spurningaþætti var að ljúka. Þetta var „Viltu vinna milljón?“ þáttur og fyrir svörum sátu feðgin. Hann á miðjum aldri. Hún um tvítugt.
Spurt var: Hvenær sögðu Íslendingar sig úr lögum við Dani og stofnuðu lýðveldi. Gefnir voru fjórir svarmöguleikar: a) 1644, b)1744 c) 1844 og d) 1944.
Feðginin stóðu á gati. Þau „hringdu í vin“, afa, minnir mig. Hann var engu nær. Gat engu svarað. Þá brugðu þau á það ráð að fækka svarmöguleikum í tvo. Eftir stóðu ártölin. 1644 og 1944.
Eftir langa umhugsun svöruðu feðgin , að Íslendingar hefðu stofnað lýðveldi 1644.
Þannig var nú það.
Skildu eftir svar