Sjónvarpið er duglegt að sýna beint frá margháttuðum íþróttaviðburðum, boltaleikjum og bílaleikjum. Tilkynnt er ,að nótt eða undir morgun verði bein útsending frá bílaleik fullorðinna úti í heimi. Þegar sportið á í hlut er ekkert sparað, nægur tími og nógir peningar.
Hversvegna getur Sjónvarp allra landsmanna ekki sýnt okkur beint frá þeim einstæða tónlistarviðburði, þegar Víkingur Heiðar Ólafsson leikur þriðja píanókonsert Rachmaninoffs með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Háskólabíói í kvöld ?
Á því hlýtur að vera haldbær skýring. Gaman væri að heyra hana.
Skildu eftir svar