Sérkennilegt er,að fréttastofa Sjónvarpsins skuli ekki greina á milli gamalla og nýrra mynda í fréttum. Í fréttatímum erlendra stöðva eru safnmyndir merktar sérstaklega („library pictures“),þegar þær eru sýndar, til aðgreiningar frá nýjum , áður ósýndum fréttamyndum.
Ríkissjónvarpið sýnir okkur sömu gömlu safnmyndirnar stundum tvisvar í sama fréttatímanum án þess að geta þess að um nokkura daga eða vikna gamlar myndir er að ræða. Þetta hefur verið einkar áberandi í fréttum af málum Orkuveitu Reykjavíkur og fréttum af Kárahnjúkavirkjun.
Það væri heldur til bóta,ef þessu væri breytt.
Þetta er sennilega ekki það sem flokkast undir fagmennsku, – eða hvað ?
1 athugasemd
Ekkert ping ennþá
Kristín Björg Þorsteinsdóttir skrifar:
16/10/2007 at 17:42 (UTC 1)
Það má reyndar stundum sjá súb texta hjá þeim sem á stendur „úr myndasafni“. Ekki veit ég þó hvað myndir þurfa að vera gamlar til að fá þann titill