«

»

Enn á hálu svelli !

Það er umhugsunarefni hve lítil rækt  virðist lögð  við málvöndun  og  prófarkalestur hjá  fjölmiðlum, sem  á stundum þykjast vandir að  virðingu sinni.Í þessum pistlum hefur  oft   verið bent á  aulaþýðingar og ambögur,sem víða vaða uppi.Í  dag er fjallaði Morgunblaðið  um flugöryggismál hjá SAS Þar segir:Í viðtali við Jyllandsposten segir John Dueholm yfirmaður SAS samsteypunnar að félagið fjarlægi sig frá þessari gagnrýni. „Við höfum orð yfirvalda fyrir því að flugöryggi SAS sé í lagi,” sagði hann.   En hvernig  var fréttin í Jyllandsposten? Hún var svona: »Vi tager stærk afstand fra Klevans udtalelser om, at der er et generelt sikkerhedsproblem i SAS. Vi har myndighedernes ord for, at flyvesikkerheden i SAS er i orden,« siger han. “Tager stærk  avstand fra Klevans udtalelser”, verður  hjá Morgunblaðinu:“..að  félagið fjarlægi sig  frá þessari gagnrýni..” Það er ekkert  til á íslensku sem heitir      fjarlægja sig  frá  gagnrýni”. Slíkt orðalag er  rugl og  fyrir  neðan virðingu  Morgunblaðsins.Þarna hefði  átt að standa að  félagið hafnaði þessari gagnrýni alfarið  eða  vísaði henni  algjörlega á  bug. En málleysur  eru  víða á  ferð.  Heyrði útundan mér að þingmaður  í  ræðustól talaði um “bullandi hæfar konur”. Slíkt  tal  eru auðvitað bara bull.Það er  nóg að  segja hæfar konur. Bullandi er  svo sannarlega ekki til bóta.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>