„Hér á eftir fara nokkrar spurningar, sem þið og öll vel uppalin börn vafalaust getið svarað játandi.
Stendurðu alltaf upp, ef einhver ókunnugur kemur inn í herbergi ,sem þú situr í ? Já.
Manstu alltaf eftir að ganga á eftir fullorðnu fólki út og inn um dyr ? Já.
Stendurðu alltaf upp í strætisvagni eða annarsstaðar ,ef einhvern þér eldri vantar sæti ? Já .
Varastu alltaf að þrengja þér fram fyrir þá sem á undan þér eru komnir t.d. við miðasölur og mjólkurbúðir ? Já.“
Ofangreint er úr stílabók úr 8 ára B í Austurbæjarskólanum í Reykjavík veturinn 1947 til 1948.Kennari var öndvegiskonan Anna Konráðsdóttir. Við erum mörg sem eigum henni mikið upp að unna.
Sé að mér hefur ekki mikið farið fram í skrift síðan þá!
Skildu eftir svar