«

»

Molar um málfar og miðla 334

 Nú býður  Ríkisrásin íslensku þjóðinni upp á  allt að 8- 10 klukkustundir á dag af  fótbolta og  froðusnakki um  fótbolta. Þjóðin er nauðbeygð til að borga  fyrir skylduáskrift að Ríkisrásinni. Þeir í Efstaleitinu gefa öllum sem ekki eru  forfallnir í fótboltasýki langt nef. Engin önnur Ríkisrás á Norðurlöndunum býður sínu fólki upp á svona lagað. Það þarf að taka allan  rekstur Ríkisrásanna í Efstaleiti til róttækrar  endurskoðunar.

 Svona var dagskrá  Fótboltasjónvarps  ríkisins,  frá klukkan 17 15 mánudaginn  21. júní 2010:

1715 HM Stofa. Froðusnakk um fótbolta.

18 00 Fréttir og veður

18 20 Fótboltaleikur

20 30 HM-kvöld. Meira froðusnakk um fótbolta.

21 10 Lífsháski. Amerísk  spennumyndaröð.

22 00 Fréttir og  Veður

22 20 Íslenski boltinn. Meiri  fótbolti.

23 05 HM- kvöld  endursýnt froðusnakk um  fótbolta.

23 30 Fótboltaleikur

01 20 Endursýndar kvöldfréttir.

Þá er þess  reyndar ógetið  að klukkan 13 30  hófst froðusnakk um fótbolta og  síðan  var sýndur  fótboltaleikur  fram undir klukkan 16 00 !!!

Þessi  dagskrá er reginhneyksli.  Molaskrifari tekur hiklaust undir með þeim,sem hafa lagt til að  Ríkissjónvarpið setji upp  íþróttarás með sérstöku afnotagjaldi  fyrir  forfallna. Svo  þarf að skipta um dagskrárstjórn í Efstaleitinu.

  Dv.is  segir í  fyrirsögn (21.06.2010):  Japanir  hafa borið fé í fulltrúa Alþjóðahvalveiðiráðsins.  Nú segir ef til vill einhver, að ekkert sé athugavert við þessa fyrirsögn. En af  fréttinni má ráða,  að Japanir hafi  verið að múta  fulltrúa  Alþjóðahvalveiðiráðsins.  Á íslensku er  talað um að bera fé á einhvern,  þegar rætt er um mútur,  en ekki að bera fé í einhvern. Íslensk stórfyrirtæki og bankar báru fé á  íslenska stjórnmálamenn í stórum stíl.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>