«

»

Molar um málfar og miðla 468

Það er ofur eðlilegt að  þeir sem lesa  fréttir eða segja   mismæli sig. Þá er  bara að leiðrétta mismælið og halda ótrauður áfram.  Ef mismælið er  ekki leiðrétt eru  líklega  fyrir því  tvær  ástæður.   Sá sem  mismælir sig veit ekki betur og  heldur að hann   sé  að lesa það sem rétt er. Hin ástæðan er sú að hann viti betur en hlusti ekki á eigin lestur og heyri því ekki mismælið.  Eitt   það fyrsta sem  fréttamenn ,sem  flytja  talað  mál  þurfa að tileinka sér,  er að hlusta  á það sem þeir  lesa.

   Í miðnæturfréttum Ríkisútvarps ( 22.10.2010) var sagt:  Mikil ísing er nú á vegnum. Átti að  vera  á vegum. Í morgunþætti  Rásar  tvö, þar sem málfar er oft ekki  upp á marga fiska , var  talað um  fólk sem horfið hefði sporslaust. ( Leiðrétt síðar)  Sami umsjónarmaður  talaði um fullt  tungl  og  sagði að  fjöllin á tunglinu hefðu sést bersýnilega. Hann átti við að greinilega hefði mátt sjá  fjöllin á tunglinu, líklega með  berum augum.  Það eru ekki alltaf gerðar miklar kröfur um íslenskukunnáttu til þeirra sem  sjá um fasta þætti  í Ríkisútvarpinu. Með því að ráða  þáttagerðarfólk sem  talar óvandað mál  spillir  Ríkisútvarpið tungunni.

   Í ágætu spjalli um  daglegt  mál á Rás eitt (22.10.2010)  var rætt um  orðið  svefnpurka og bæjarnafnið  Purkugerði, sem   er til  bæði á Íslandi og í Færeyjum.  Bæta má  við að í Færeyjum er líka til ættarnafnið Purkhús.

  Mörg fyrirtæki er  með svokölluð  símaver í stað þess sem einu sinni var  kallað skiptiborð. Í símaverum eru  oft þjónustufulltrúar sem    svara spurningum  viðskiptavina.  Miklu skiptir  að þetta fólki kunni að  svara í  síma. Molaskrifari er  til dæmis aldrei sáttur  við að heyra: Hinkraðu  aðeins fyrir mig !  Eða: Hinkraðu á línunni ! Þegar  Molaskrifari  þakkar veitt  svör eða þjónustu kemur fyrir að  sagt   er:  Gjörðu svo vel ! Slíkt  svar er  auðvitað út í  hött.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>