Enn ræðst Morgunblaðið að embættismönnum utanríkisþjónustunnar í nafnlausum leiðara. Enn færir blaðið í málflutningi sig nær hinu gamla málgagni íslenskra kommúnista , Þjóðviljanum , þegar hann var sem verstur. Morgunblaðið beinir í dag spjótum sínum að Stefáni Hauki Jóhannessyni aðalsamningamanni Íslands í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið og leiðarahöfundur beitir orðbragði götustráks. Gamli Þjóðviljinn uppnefndi líka þá sem hann taldi andstæðinga sína. Þeir sem þekkja Stefán Hauk vita að hann er vandaður embættismaður og vammlaus. Hann hefur á ferli sínum sinnt mikilvægum trúnaðarstörfum á alþjóðavettvangi, sem aðrar þjóðir hafa falið honum.
Morgunblaðið getur skammað Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra að vild. Hann getur svarað fyrir sig og gerir það. Hann er stjórnmálamaður. Morgunblaðið ræðst hinsvegar á embættismenn vegna þess að sá sem, leiðarann skrifar veit að þeir geta ekki svarað fyrir sig með sama hætti og stjórnmálamenn. Þetta er blaðinu til skammar. Þess vegna er ráðist að þeim. Aftur og aftur. Þetta er ódrengilegt.
Leiðarahöfundur Morgunblaðsins kallar starfsmenn utanríkisráðuneytisins töskubera utanríkisráðherra. Blaðið uppnefnir og niðurlægjir starfsmenn ráðuneytisins, sem vinna störf sín eftir bestu samvisku og í trúnaði. Þeir eiga erfitt með að rísa á fætur og rífa kjaft við ritstjóra Morgunblaðsins. Það er líka fyrir neðan virðingu þeirra. Fyrrverandi sendiherra lætur sig hinsvegar hafa það að segja það sem honum í brjósti býr.
Síðast var þessi töskuberanafngift, sem leiðari Morgunblaðsins hampar í dag, notuð í gamla Þjóðviljanum. Morgunblaðið hefur nú tekið við hlutverki hans. Verði ykkur að góðu Morgunblaðsmenn.
Enn ræðst Morgunblaðið að embættismönnum utanríkisþjónustunnar í nafnlausum leiðara. Enn færir blaðið í málflutningi sig nær hinu gamla málgagni íslenskra kommúnista , Þjóðviljanum , þegar hann var sem verstur. Morgunblaðið beinir í dag spjótum sínum að Stefáni Hauki Jóhannessyni aðalsamningamanni Íslands í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið og leiðarahöfundur beitir orðbragði götustráks. Gamli Þjóðviljinn uppnefndi líka þá sem hann taldi andstæðinga sína. Þeir sem þekkja Stefán Hauk vita að hann er vandaður embættismaður og vammlaus. Hann hefur á ferli sínum sinnt mikilvægum trúnaðarstörfum á alþjóðavettvangi, sem aðrar þjóðir hafa falið honum.
Morgunblaðið getur skammað Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra að vild. Hann getur svarað fyrir sig og gerir það. Hann er stjórnmálamaður. Morgunblaðið ræðst hinsvegar á embættismenn vegna þess að sá sem, leiðarann skrifar veit að þeir geta ekki svarað fyrir sig með sama hætti og stjórnmálamenn. Þetta er blaðinu til skammar. Þess vegna er ráðist að þeim. Aftur og aftur. Þetta er ódrengilegt.
Leiðarahöfundur Morgunblaðsins kallar starfsmenn utanríkisráðuneytisins töskubera utanríkisráðherra. Blaðið uppnefnir og niðurlægjir starfsmenn ráðuneytisins, sem vinna störf sín eftir bestu samvisku og í trúnaði. Þeir eiga erfitt með að rísa á fætur og rífa kjaft við ritstjóra Morgunblaðsins. Það er líka fyrir neðan virðingu þeirra. Fyrrverandi sendiherra lætur sig hinsvegar hafa það að segja það sem honum í brjósti býr.
Síðast var þessi töskuberanafngift, sem leiðari Morgunblaðsins hampar í dag, notuð í gamla Þjóðviljanum. Morgunblaðið hefur nú tekið við hlutverki hans. Verði ykkur að góðu Morgunblaðsmenn.
Skildu eftir svar