«

»

Molar um málfar og miðla 558

Fyrirtækið Iceland Express  fer mikinn í auglýsingum í sjónvarpi og lætur sem það sé flugfélag. Iceland Express er ekki flugfélag, það hefur ekki flugrekstrarleyfi og  það er ekki heldur  ferðaskrifstofa. Fyrirtækið er skrásett  hjá Ferðamálastofu sem „ferðaskipuleggjandi“.  Það er ekki á skrá yfir  ferðaskrifstofur hjá  Ferðamálastofu. Það er heldur ekki á skrá Flugmálastjórnar Íslands yfir þá aðila sem hafa flugrekstrarleyfi. Réttindi neytenda gagnvart  svokölluðum „ferðaskipuleggjanda“  eru miklu minni en gagnvart ferðaskrifstofu eða  flugfélagi.  Neytendasamtökin ættu að láta þetta mál  til sín taka, því   það er engu líkara en Iceland Express  sé viljandi að villa á sér  heimildir. Þykjast vera það sem það er ekki. Það getur komið illa niður á  neytendum, til dæmis  ef  rekstur fyrirtækisins stövast skyndilega.

 Orðið áhafnarmeðlimur er eilíf afturganga í íslenskum fjölmiðlum. Nýjasta dæmið er  úr mbl.is (14.03.2011) : Áhafnarmeðlimum tókst að hindra tvo drukkna mexíkóska flugmenn í að fljúga flugvél, með 101 farþega innanborðs. Þarna hefði mátt tala um flugliða í stað áhafnarmeðlima.

Það er hallærislegt , að Ríkissjónvarpið skuli  í dagskrárkynningum halda því leyndu fyrir  áhorfendum við hvern  er rætt í  þættinum Í návígi. Það er eiginlega óskiljanlegt og  dónaskapur við hlustendur.

Lesandi Mola   sendi línu og gerði að umtalsefni, það sem hann  kallað „það málfarið“. Hann segir: „Dæmi úr fréttum undanfarið um þetta: Fréttamaður Rúv að tala við börnin „þegar það var sleginn kötturinn úr tunnunni“, í stað „þegar kötturinn var sleginn úr tunnunni. Dæmin er mýmörg á hverjum einasta degi.  Þetta er þörf ábending. Og taki þeir nú til sín,sem eiga !

 Síðastliðið sunnudagskvöld (13.03.2011) sýndi norska sjónvarpið NRK2  hátíðartónleika  Berlínarfilharmóníunnar í þættinum Hovedscenen. Upptakan var frá í fyrra.  Tónleikarnir voru sannkallað eyrna- og augnakonfekt.  Hljómsveitinni stjórnaði Gustavo Dudamel og lettneska  mezzósópran söngkonan Elina Garanka flutti okkur hvern gimsteininn á fætur öðrum. Hún verður  aftur á skjánum í sama þætti á sunnudaginn kemur og þá í Carmen ásamt  ítalska tenórnumRoberto Alagna í frægri uppfærslu Metropolitan óperunnar í New York frá í fyrra.  Hversvegna fá íslenskir áhorfendur  aldrei að sjá  neitt þessu líkt?  Það getur ekki verið kostnaðarins vegna.  Þetta efni kostar áreiðanlega minna  en lélegur fótboltleikur. Meðan áhuginn er ekki fyrir  hendi í Efstaleiti  er það borin von að við fáum að sjá  menningarefni af þessu tagi. Menningin verður ærið oft undir íþróttunum hjá núverandi stjórnendum í Efstaleitinu.

Fyrirtækið Iceland Express  fer mikinn í auglýsingum í sjónvarpi og lætur sem það sé flugfélag. Iceland Express er ekki flugfélag, það hefur ekki flugrekstrarleyfi og  það er ekki heldur  ferðaskrifstofa. Fyrirtækið er skrásett  hjá Ferðamálastofu sem „ferðaskipuleggjandi“.  Það er ekki á skrá yfir  ferðaskrifstofur hjá  Ferðamálastofu. Það er heldur ekki á skrá Flugmálastjórnar Íslands yfir þá aðila sem hafa flugrekstrarleyfi. Réttindi neytenda gagnvart  svokölluðum „ferðaskipuleggjanda“  eru miklu minni en gagnvart ferðaskrifstofu eða  flugfélagi.  Neytendasamtökin ættu að láta þetta mál  til sín taka, því   það er engu líkara en Iceland Express  sé viljandi að villa á sér  heimildir. Þykjast vera það sem það er ekki. Það getur komið illa niður á  neytendum, til dæmis  ef  rekstur fyrirtækisins stövast skyndilega.

 Orðið áhafnarmeðlimur er eilíf afturganga í íslenskum fjölmiðlum. Nýjasta dæmið er  úr mbl.is (14.03.2011) : Áhafnarmeðlimum tókst að hindra tvo drukkna mexíkóska flugmenn í að fljúga flugvél, með 101 farþega innanborðs. Þarna hefði mátt tala um flugliða í stað áhafnarmeðlima.

Það er hallærislegt , að Ríkissjónvarpið skuli  í dagskrárkynningum halda því leyndu fyrir  áhorfendum við hvern  er rætt í  þættinum Í návígi. Það er eiginlega óskiljanlegt og  dónaskapur við hlustendur.

Lesandi Mola   sendi línu og gerði að umtalsefni, það sem hann  kallað „það málfarið“. Hann segir: „Dæmi úr fréttum undanfarið um þetta: Fréttamaður Rúv að tala við börnin „þegar það var sleginn kötturinn úr tunnunni“, í stað „þegar kötturinn var sleginn úr tunnunni. Dæmin er mýmörg á hverjum einasta degi.  Þetta er þörf ábending. Og taki þeir nú til sín,sem eiga !

 Síðastliðið sunnudagskvöld (13.03.2011) sýndi norska sjónvarpið NRK2  hátíðartónleika  Berlínarfilharmóníunnar í þættinum Hovedscenen. Upptakan var frá í fyrra.  Tónleikarnir voru sannkallað eyrna- og augnakonfekt.  Hljómsveitinni stjórnaði Gustavo Dudamel og lettneska  mezzósópran söngkonan Elina Garanka flutti okkur hvern gimsteininn á fætur öðrum. Hún verður  aftur á skjánum í sama þætti á sunnudaginn kemur og þá í Carmen ásamt  ítalska tenórnumRoberto Alagna í frægri uppfærslu Metropolitan óperunnar í New York frá í fyrra.  Hversvegna fá íslenskir áhorfendur  aldrei að sjá  neitt þessu líkt?  Það getur ekki verið kostnaðarins vegna.  Þetta efni kostar áreiðanlega minna  en lélegur fótboltleikur. Meðan áhuginn er ekki fyrir  hendi í Efstaleiti  er það borin von að við fáum að sjá  menningarefni af þessu tagi. Menningin verður ærið oft undir íþróttunum hjá núverandi stjórnendum í Efstaleitinu.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>