«

»

Molar um málfar og miðla 562

Í fjögurfréttum  Ríkisútvarpsins (20.03.2011) var sagt frá  styrkjum úr hönnunarsjóðum.  Þá  las þulur: Styrkþegar segja  færri  og  stærri styrkir skila  meiri árangri en margir smærri. Þarna hefði orðið  styrkir átt að vera í  þolfalli.  Styrkþegar segja  færri og stærri  styrki skila  meiri árangri en…. Í þessari  sömu frétt talaði fréttamaður um að sjóður hefði veitt  styrki  fyrir  tólf milljónir króna.   Betra hefði verið að    segja:… veitt  styrki að upphæð  tólf  milljónir króna.

   Í næstum endalausum íþróttafréttum í fréttatíma   Ríkissjónvarps (20.03.2011) sagði íþróttafréttamaður  um  golfleikara, að hann hefði sýnt mikinn stöðugleika á mótinu.  Hann var sem sé  mjög  stöðugur !

   Það var eins og það væri heimssögulegur viðburður í hádegisfréttum Ríkisútvarps (21.03.2011)  að tveir  þingmenn yfirgáfu  þingflokk VG. Fyrr mátti nú vera.

   Ætíð verður maður nokkurs fróðari  við að hlusta á Aðalstein Davíðsson fjalla um   daglegt  mál í morgunþætti Rásar eitt á mánudagsmorgnum.   Til bóta væri, að Aðalsteinn kæmi  þar í heimsókn tvisvar í viku. Í ágætri umfjöllun um að rannsaka og heimsækja í morgun  (21.03.2011) hefði mátt nefna  ensku sögnina  to ransack, það er að leita  durum og dyngjum og ganga  ekki mjög  vel um þær  hirslur  eða það svæði þar sem leitað er.

  Það var þarft verk hjá Siv Friðleifsdóttur , alþingismanni, að bera fram  fyrirspurn á  Alþingi um norrænt  efni í Ríkissjónvarpinu. Í ljós kom kom, að undanfarin fimm ár hefur hlutur norræns efnis í  Ríkissjónvarpi allra landsmanna aðeins verið á bilinu 5.6 til 7.5%. Jafnframt kom í ljós, að  sumt af allra  vinsælasta  efni ,sem  Ríkissjónvarpið hefur  sýnt, er einmitt norrænt, eins og Glæpurinn II, Himinblámi og  Hvaleyjar. Ráðamenn Ríkissjónvarpsins berja lóminn alla daga þrátt fyrir einokun og nefskatt og þykjast ekki hafa efni á að kaupa  vandað  sjónvarpsefni, – enda er slíkt ekki á  dagskrá meðan  svo stórum hluta  dagskrárfjárins, sem  raun ber vitni,   er  varið  til að kaupa  fótboltaleiki. 

    Norðurlöndin framleiða  firn af góðu sjónvarpsefni. Ekki veit  Molaskrifari betur en það standi okkur til boða  með  afar hagstæðum kjörum í Nordvision-samstarfinu. Gallinn er bara sá,  að  þegar kemur að innkaupum á  dagskrárefni þá   virðist  þriðjaflokks amerískt  útsöluefni efst á lista innkaupastjóra. Þessvegna  fáum við til dæmis nær aldrei að sjá  úrvals  sígilt  efni, sem  sýnt er á Norðurlöndunum eins og óperuna   Carmen, sem  sýnd var í norska  sjónvarpinu í gærkveldi (20.03.2011). Vissulega var þar ekki um norrænt efni að  ræða , en í samfloti með norrænu  stöðvunum , þegar þær  kaupa  efni,  gæti  sjónvarpið  boðið okkur  mikið af góðu  efni.  Það gerist hinsvegar ekki  meðan  áhugi  Efstaleitismanna  beinist fyrst og fremst að fótbolta og  amerískri froðu.
Í fjögurfréttum  Ríkisútvarpsins (20.03.2011) var sagt frá  styrkjum úr hönnunarsjóðum.  Þá  las þulur: Styrkþegar segja  færri  og  stærri styrkir skila  meiri árangri en margir smærri. Þarna hefði orðið  styrkir átt að vera í  þolfalli.  Styrkþegar segja  færri og stærri  styrki skila  meiri árangri en…. Í þessari  sömu frétt talaði fréttamaður um að sjóður hefði veitt  styrki  fyrir  tólf milljónir króna.   Betra hefði verið að    segja:… veitt  styrki að upphæð  tólf  milljónir króna.

   Í næstum endalausum íþróttafréttum í fréttatíma   Ríkissjónvarps (20.03.2011) sagði íþróttafréttamaður  um  golfleikara, að hann hefði sýnt mikinn stöðugleika á mótinu.  Hann var sem sé  mjög  stöðugur !

   Það var eins og það væri heimssögulegur viðburður í hádegisfréttum Ríkisútvarps (21.03.2011)  að tveir  þingmenn yfirgáfu  þingflokk VG. Fyrr mátti nú vera.

   Ætíð verður maður nokkurs fróðari  við að hlusta á Aðalstein Davíðsson fjalla um   daglegt  mál í morgunþætti Rásar eitt á mánudagsmorgnum.   Til bóta væri, að Aðalsteinn kæmi  þar í heimsókn tvisvar í viku. Í ágætri umfjöllun um að rannsaka og heimsækja í morgun  (21.03.2011) hefði mátt nefna  ensku sögnina  to ransack, það er að leita  durum og dyngjum og ganga  ekki mjög  vel um þær  hirslur  eða það svæði þar sem leitað er.

  Það var þarft verk hjá Siv Friðleifsdóttur , alþingismanni, að bera fram  fyrirspurn á  Alþingi um norrænt  efni í Ríkissjónvarpinu. Í ljós kom kom, að undanfarin fimm ár hefur hlutur norræns efnis í  Ríkissjónvarpi allra landsmanna aðeins verið á bilinu 5.6 til 7.5%. Jafnframt kom í ljós, að  sumt af allra  vinsælasta  efni ,sem  Ríkissjónvarpið hefur  sýnt, er einmitt norrænt, eins og Glæpurinn II, Himinblámi og  Hvaleyjar. Ráðamenn Ríkissjónvarpsins berja lóminn alla daga þrátt fyrir einokun og nefskatt og þykjast ekki hafa efni á að kaupa  vandað  sjónvarpsefni, – enda er slíkt ekki á  dagskrá meðan  svo stórum hluta  dagskrárfjárins, sem  raun ber vitni,   er  varið  til að kaupa  fótboltaleiki. 

    Norðurlöndin framleiða  firn af góðu sjónvarpsefni. Ekki veit  Molaskrifari betur en það standi okkur til boða  með  afar hagstæðum kjörum í Nordvision-samstarfinu. Gallinn er bara sá,  að  þegar kemur að innkaupum á  dagskrárefni þá   virðist  þriðjaflokks amerískt  útsöluefni efst á lista innkaupastjóra. Þessvegna  fáum við til dæmis nær aldrei að sjá  úrvals  sígilt  efni, sem  sýnt er á Norðurlöndunum eins og óperuna   Carmen, sem  sýnd var í norska  sjónvarpinu í gærkveldi (20.03.2011). Vissulega var þar ekki um norrænt efni að  ræða , en í samfloti með norrænu  stöðvunum , þegar þær  kaupa  efni,  gæti  sjónvarpið  boðið okkur  mikið af góðu  efni.  Það gerist hinsvegar ekki  meðan  áhugi  Efstaleitismanna  beinist fyrst og fremst að fótbolta og  amerískri froðu.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>