Mér var verulega brugðið er ég hlýddi á sjónvarpsfréttir áðan. Sagt var frá því að Davíð Oddsson seðlabankastjóri hefði mætt á fund þingnefndar í morgun „í fylgd lögreglu og lífvarða“. Hvar erum við eiginlega stödd?
Við höfum fram til þessa státað okkur af því að hér séu ráðamenn óhultir á almannafæri, andstætt því sem er í ýmsum öðrum ríkjum. Jafnframt les maður og heyrir að fjölmargir framámenn úr fjármálalífi hreyfi sig ekki spönn frá rassi án lífvarða.
Það er sannarlega illa komið fyriur samfélagi okkar , þegar ástandið er orðið svona.
Mér finnst þetta eiginlega þyngra en tárum taki.
Kom á óvart að Davíð upplýsti ekkert | |
1 athugasemd
Ekkert ping ennþá
Ragnhildur skrifar:
04/12/2008 at 19:53 (UTC 0)
Ég tek undir með þér að staðan er döpur.