Ósköp er hvimleitt að heyra kvöld eftir kvöld stagast á því í auglýsingu frá fyrirtækinu sem heitir því rammíslenska nafni „Office 1“ að „versla bók“. Þetta er málleysa. Mér þykir ólíklegt að þeir sem unna íslenskri tungu geri sér ferð í þessa verslun til að kaupa bók, enda þótt þar sé verslað með bækur.
Einkennilegt er í annarri auglýsingu frá mikilvirkum bókaútgefanda að heyra talað um „kolsvarta ástarsögu“. Ég verð að játa í fullri hreinskilni að mér er alveg fyrirmunað að skilja hvernig „kolsvört ástarsaga“ er. Allavega mun ég ekki „versla mér kolsvarta ástarsögu“ fyrir þessi jólin.
Skildu eftir svar