«

»

„Með leiðindi“

Sumarið  1957  starfaði ég sem  bílstjóri hjá  Innkaupaskrifstofu Varnarliðsins.Skrifstofan var í Tryggvagötu 8.  Starfið  fólst í útréttingum og nær  daglegum ferðum  til Keflavíkur  eftir gamla malarveginum. Þegar ég tók við  bílnum   ,sem  var blár að lit  eins og aðrir  bílar  flughersins og   merktur   flughernum og  Varnarliðinu í bak og  ftyrir  var lögð  rík áhersla á það  við  mig að ég  væri til  fyrirmyndar í umferðinni,því ekki  færi milli mála hver  væri eigandi  bílsins.  Það  tókst bærilega, að minnsta kosti  fékk eg  engar athugasemdir  við  aksturslagið og lenti ekki í neinum óhöppum.

Seinna  hef ég  tekið  eftir því að erlendis  er   víða   skrifað á merkta  fyrirtækjabíla: Ef þú hefur  athugasemdir  við  aksturslag þessa  bíls ,  vinsamlega hringdu  þá í   síma…….

Í morgun  ók ég  á  eftir  stórum dráttarbíl með  tengivagn.  Ökumaður  bílsins  gaf  aldrei   stefnuljós. Var þó þrisvar  tilefni til.  Þegar leiðir  skildi   sá  ég að  bíllinn var  rækilega merktur    flutningafyrirtækinu  GG flutningar  ehf.

 Ég  hringdi  í  fyrirtækið og benti á  að  annað  hvort    væru stefnuljós  þessa    tiltekna  bíls  ekki í lagi  eða  bílstjórinn  væri ekki í lagi.

Þessari ábendingu var  illa  tekið.

Fyrst  hélt  sá sem ég  ræddi  við að  bíllinn hefði   ekið á   mig, en þegar hann  skildi  hvert erindið  var þá  voru  viðbrögðin þessi;:

Hvað, ertu  að hringja  hingað með  leiðindi út  af þessu ?

Ég varð eiginlega kjaftstopp.

Mun seint  leita eftir  þjónustu þessa fyrirtækis.

2 athugasemdir

Ekkert ping ennþá

  1. Pjetur Hafstein Lárusson skrifar:

    Þú átt nú að vita það Eiður minn, að mótmæli eru ekki vel séð nú um stundir. 

    Gleðilegt ár og þökk fyrir samfundina í Færeyjum.

  2. Baldur Hermannsson skrifar:

    Er þetta ekki bara dæmi um siðleysi í atvinnulífinu?  Fyrir mörgum árum hafði ég samband við bifreiðastöð í Reykjavík, man ekki hvort það var Hreyfill eða BSRB. Tilefnið var óþolandi hegðun bílstjóra í umferðinni. Þeir svöruðu skætingi. Ég samdi þá stutt lesendabréf fyrir DV, las fyrir þá og spurði hvort þeir hefðu einhverjar athugasemdir. Þá báðust þeir afsökunar fyrir hönd bílstjórans og töluðu við hann. Því miður er sinnuleysi löggunnar svo mikið að ekki þýðir að láta hana vita, en auðvitað ætti hún að láta sig málið varða.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>