«

»

Undan huliðshjálmi – Sólskinsdrengurinn

Einhverfa var mér ekki  merkingarmikið orð, — fyrr en í kvöld..Heimildamyndin Sólskinsdrengurinn fer með okkur í ferðalag á slóðir, sem ég  vissi ekki að væru til.

Einhverfa getur verið  margrar gerðar og haft í  för með sér mismikla  röskun.

 

Í þessari  stórkostlegu mynd  sjáum við  hvernig  þrautseigja, þolinmæði ,-  og móðurást  lyfta huliðshjálminum,  opna  dyr á vegg  þar sem  engar  dyr virtust vera. Þar sem ótrúlegir  hæfileikar birtast  hjá  þeim sem  virtust í upphafi allar bjargir bannaðar.

 

Þegar ég  heyrði að okkar  góða vinkona , granni  og heimilisvinur forðum tíð í Fossvogi , hún Margrét Dagmar Ericsdóttir, Rita, ætlaði að gera  mynd um drenginn sinn einhverfa, hann Kela, þá  hugsaði ég eitthvað á þá  leið,  já, einmitt það , erfitt  verður líklega að  fjármagna  slíkt verk..

En Rita lét ekkert  stöðva  sig. Saman hafa hún,fjölskyldan  og  Friðrik Þór og  allt  það ágætis fólk sem kom að  gerð myndarinnar gert  kraftaverk og  opnað okkur  nýjan heim.

 

Keli er tíu ára. Kannski  fáum við aðra  mynd þegar hann verður  fimmtán    eða  tvítugur.

Það er óhætt að hvetja  alla til að  gera sér  ferð í kvikmyndahús  til  fundar við  Sólskinsdrenginn. Það svíkur engan.

Kærar þakkir  fyrir ógleymanlega kvöldstund. Þetta var stuttur einn og hálfur tími.

    

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>