Í athugasemd við ótrúlega ósmekkleg skrif Þráins Bertelssonar á Eyjunni lýsti ég þeirri skoðun að makalaust væri að þar skyldi halda um penna maður, sem væri í heiðursritlaunaflokki Alþingis.
Ummæli Þráins um veikindi Geirs H. Haarde og Ingibjargar Sólrúnar voru fádæma ósmekkleg. Ekki síður var það sem hann skrifaði um Björn Bjarnason dómsmálaráðherra fáséður ritsóðaskapur. Um Björn sagði Þráinn Bertelsson:“Mér finnst makalaust að maður af þessum „saur og hland-“ kalíber skuli hafa geta tranað sér fram í ráðherraembætti.“
Þessi mikla heift skýrist ef til vill af því að ég man ekki betur en Björn Bjarnason hafi að minnsta kosti tvisvar í netfærslum sínum beðið Þráin Bertelsson að greina frá því hvernig það bar til að hann komst í heiðurslaunaflokk Alþingis.Ég veit ekki til þess að Þráinn hafi svarað Birni. Ég nefndi í athugasemd minni að Þráinn væri í heiðurslaunaflokki vegna atbeina Framsóknarflokksins. Það eru ekki ný tíðindi og á margra vitorði.
Líklega er þetta viðkvæmt mál , því heiðurslaunarithöfundurinn lét fjarlægja athugasemd mína af Eyjunni. Lengi lifi ritfrelsið ! Það mega greinilega ekki allir viðra skoðanir sínar í athugasemdum við skrif Þráins Bertelssonar .
19 athugasemdir
Ekkert ping ennþá
Eiður skrifar:
26/01/2009 at 17:38 (UTC 0)
Einar, – Það er mikill misskilningur að ég hafi verið að gera lítið úr kvikmydnagerð Þráins Bertelssonar. Hvar gerði ég það ?
Einar S. Hálfdánarson skrifar:
26/01/2009 at 15:23 (UTC 0)
S
Sæll Eiður
Mér finnst ekki rétt að gera lítið úr kvikmyndalist Þráins og leyfi mér að minna á myndirnar Nýtt líf, Dalalíf og Löggulíf sem bera listfengi höfundar fagurt vitni. Ekki eru síðri greinarnar í Fréttablaðinu þar sem hann afhjúpaði með eftirminnilegum hætti misnotkun Björns Bjarnasonar á dómstólunum; Björn var sem sé að ná sér niðri á Jóni Ásgeiri ( Þráinn nefndi Björn Skugga Skuggason í öðru samhengi, en þá fyrir að fara að lögum!). Þegar manni á borð við Þráin tekst vel upp verða blaðaskrif að list. – Þráinn er gull að manni.
joð skrifar:
26/01/2009 at 13:55 (UTC 0)
Ágæti Þráinn. Svo virðist þá að heiðurslaunin hafa verið veitt með ákveðnum skilyrðum Framsóknarflokksins hvað þig varðar.
Þráinn Bertelsson skrifar:
25/01/2009 at 20:39 (UTC 0)
Til mektarmannsins joð: Heiðurslaun mín stóðu pikkföst í kerfinu að fyrirmælum Davíðs Oddssonar þegar Framsóknarflokkurinn ákvað að sýna þann drengskap að forða því að forsætisráðherra gæti lagt óbreyttan borgara í einelti. Skammætt samstarf mín og Framsóknarflokksins hófst síðar og lauk snögglega, þegar Halldór Ásgrímsson upp á sitt eindæmi gerði flokkinn að innrásaraðila í Írak.
Þráinn Bertelsson skrifar:
25/01/2009 at 13:05 (UTC 0)
Ágæti Eiður. Gott að sjá að þú skulir ennþá muna að það var flokksbróðir þinn Jón Baldvin sem gerði þig að sendiherra. Við erum fleiri sem munum það líka eins og það hefði gerst í gær. Varðandi meint „snudd“ mitt í utanríkisráðuneytinu sem vonandi hefur ekki fengið þig til að svelgjast á blýantinum þínum þá á það sér þá skýringu, að einn af mínum bestu vinum vann á þessum stað árum saman og ég kom stundum í heimsókn til hans – bæði fyrir og eftir forfrömun mína. Vona að þú fáir frið í paranojd sálina við þessar upplýsingar. Vertu svo einlægt kært kvaddur.
Eiður skrifar:
25/01/2009 at 12:42 (UTC 0)
Heill og sæll , Þráinn Kristinsson
Sjálfsagt er að svara spurningum þínum.
Skipan mína í starf sendiherra bar að með nákvæmlega sama hætti og margra annarra á undan mér og margra annarra á eftir mér. Forseti Íslands ,sem þá var Vigdís Finnbogadóttir, skipaði mig sendiherra í utanríkisþjónustunni frá og með 1. september 1993 að tillögu Jóns Baldvins Hannibalssonar þáverandi utanríkisráðherra. Held reyndar að ég hafi verið síðasti forsetaskipaði sendiherrann. Ég baðst lausnar sem umhverfisráðherra 14. júní 1993 í fyrsta ráðuneyti Davíðs Oddssonar. Hafði þá verið ráðherra í rúmlega tvö ár og hafði tekið þá ákvörðun að sækjast ekki eftir þingsæti í næstu kosningum. Ég sagði svo af mér þingmennsku 1. september sama ár og afsalaði mér að rétti til biðlauna,er ég tók við stöðu sendiherra. Ég lét svo af störfum sem aðalræðismaður Íslands í Færeyjum um sl. áramót.
Störf sendiherra eru ekki auglýst og er það lögum samkvæmt. Um þau lög má auðvitað deila. Einu sinni var það svo að störf í utanríkisþjónustunni voru ekki auglýst.Svo er ekki lengur. Það er alfarið ákvörðun utanríkisráðherra hverjir gegna störfum sendiherra í utanríkisþjónustunni.
Ekki vissi ég, að nafni þinn hefði verið kosningastjóri fyrir Framsókn. Það skýrir það að hann var á tímabili svolítið að snudda á göngum utanríkisráðuneytisins. Held hinsvegar að hann hafi horfið þaðan fljótlega eftir að hann komst í heiðurslaunaflokkinn margumtalaða.
Snæbjörn skrifar:
25/01/2009 at 10:07 (UTC 0)
Sérkennilegt er að sjá orðvaran sómamann vera með saur og hland tal um Þráin Bertelsson. Það lýsir þó nokkrum þroska, því almennt hef ég litið svo á að kúk og piss tal tilheyri aldrinum 4 – 6 ára, síðan farai fólk að þroskast – Eiður hefur því þroskast frá því, að hlandi og saur.
Baldvin skrifar:
25/01/2009 at 09:56 (UTC 0)
Koma svo Eiður! Svara! Við bíðum eftir næstu rökræðu þinni…
Friðjón skrifar:
25/01/2009 at 05:50 (UTC 0)
Ein spurning:
Hvað liðu mörg ár frá því að Þráinn Bertelsson starfaði sem kosningastjóri fyrir Framsóknarflokk Halldórs Ásgrímssonar og Finns Ingólfssonar þar til sá flokkur „tók af skarið“ í „stóra heiðurslaunamálinu“?
Ragnar Örn Eiríksson skrifar:
25/01/2009 at 04:41 (UTC 0)
rosalega eru rithöfundar nú orðnir merkilegir. hefur þráinn einhvern tíma unnið ærlegt handtak eða bara bullað á pappír?
Héðinn Björnsson skrifar:
25/01/2009 at 02:23 (UTC 0)
Það sem fólk getur notað tíman sinn í 🙂
joð skrifar:
25/01/2009 at 01:57 (UTC 0)
Hvernig væri að „listamaðurinn“ legði fram eitthvað annað en „sögusagnir“ og dylgjur (les: lygasögur) máli sínu til sönnunar.
Kannski hentar það ekki?
Hvers vegna eyddi „listamaðurinn“ athugasemdafærslum af sínu bloggi?
Helgi skrifar:
25/01/2009 at 01:50 (UTC 0)
Ég verð nú að viðurkenna að ég bíð spenntur eftir svari Eiðs við spurningu Þráins hér ofar. Hef oft velt þessu fyrir mér með sendiherrana.
Þráinn Bertelsson skrifar:
25/01/2009 at 00:58 (UTC 0)
Ágætu útúrsnúningameistarar og meistari meistaranna, Eiður Guðnason. „Saur og hland“ í færslu minni um Björn Bjarnason er frá honum sjálfum komið, enda innan tilvitnunarmerkja.
Varðandi meintan góðvilja Framsóknarflokksins og velgerðir í minn garð þá sýndi Framsóknarflokkurinn það drenglyndi að ganga fram fyrir skjöldu þegar forsætisráðherra þjóðarinnar ætlaði að níðast á óbreyttum borgara. Framsóknarflokkurinn gerði ekki annað en stöðva þá alla úthlutun heiðurslauna uns æðið rann loks af forsætisráðherranum. Heiðurslaun alþingis eru ekki bitlingur eins og til dæmis sendiherrastarf getur verið heldur viðurkenning tilkomin vegna ævistarfs og meðmæla listamannafélaga.
Friður sé mér þér og þínum líkum.
P.S. Til Páls Vilhjálmssonar: Ég henti Eiði út af blogginu sínu vegna þess að hann virtist ekki kunna að hegða sér þar innan um siðað fólk.
Alma Jenny Guðmundsdóttir skrifar:
25/01/2009 at 00:45 (UTC 0)
Herrar mínir hér að ofan – Eiður og Páll – hefðu ráðherrar ríkisstjórnarinnar þá átt að koma í veg fyrir að Þráinn Bertelsson fengi þessi heiðurs-listamannalaun?
Var það ekki ákveðin nefnd sem ákvað það?
Eiga ráðherrar rikisstjórnar að ákveða þá faglegu útnefningu?
Hafa þeir kannski ekki nægjanleg völd til að þagga niður í þeim sem þeim þóknast?
Þráinn Kristinsson skrifar:
25/01/2009 at 00:32 (UTC 0)
Kæri Eiður,
Áhugaverð smjörklípa sem þú klínir á nafna minn. Ég læri af þér.
Hvernig bar það til að þú varst gerður að sendiherra íslensku þjóðarinnar.
Hvernig var þitt „kaliber“ mælt og við hverja aðra hæfa og reynslumikla einstaklinga þurftir þú að keppa um tilnefninguna.
Ég hef lítið vita á sendiherrasagnfræði og bíð spenntur eftir greinagóðum svörum.
hilmar jónsson skrifar:
25/01/2009 at 00:18 (UTC 0)
Mér finnst þú með þessari færslu, vera farinn að nálgast ískyggilega það plan, sem þú ásakar Þráin um að vera á.
Páll Vilhjálmsson skrifar:
25/01/2009 at 00:13 (UTC 0)
Fyrst Þráinn drap niður fæti hér í athugasemdakerfinu hefði hann alveg mátt útskýra hvers vegna hann ritskoðaði Eið úr sínu bloggi.
Þráinn Bertelsson skrifar:
24/01/2009 at 21:12 (UTC 0)
Ágæti Eiður. Hvað heiðurslaun Alþingis koma andstöðu minni við ríkisstjórina við skil ég ekki. En frekar en þola heimskulegar dylgjur skal ég upplýsa þig um hvernig þessi heiðurslaun lentu hjá mér.
Fyrir margt löngu (á forsætisráðherraárum seðlabankastjórans okkar knáa, Davíðs Oddssonar) höfðu samtök kvikmyndaleikstjóra samband við menntamálanefnd Alþingis.
Erindið var að vekja athygli á því að enginn kvikmyndagerðarmaður væri á heiðurslaunum.
Mitt nafn var nefnt í því sambandi, ef til vill vegna þess að ég er nestor minnar kynslóðar, afkastamestur, hef hlotið tvær tilnefningar til Evrópuverðlauna auk fjölda viðurkenninga á öðrum kvikmyndahátíðum og sömuleiðis innan lands.
Sagan segir að þegar þessi hugmynd var viðruð við einræðisherrann Davíð hafi hann umturnast og sagt: Þessi maður fær ekki heiðurslaun svo lengi sem ég er í pólitík.
Þetta blöskraði mörgum sem voru í öðrum stjórnmálaflokkum og Framsóknarflokkurinn tók af skarið: svo lengi sem einn maður kæmi ekki til greina að fá heiðurslaun vegna fjandskaps forsætisráðherra skyldi enginn annar koma til greina, þannig að fjandskapur Davíðs kæmi jafnt niður á öllum.
Engin nýjum heiðurslaunum var úthlutað árum saman. Loks þegar þetta ástand var orðið Alþingi til skammar tókst að fá Davíð til að falla frá firru sinni. Mér voru veitt heiðurslaun án mótatkvæða á Alþingi Íslendinga – eins og hinn illkvittni Björn Bjarnason veit manna best, enda var hann þá menntamálaráðherra minnir mig.
Njóttu nú sögunnar, Eiður Svanberg Guðnason, og þess dýrðarljóma sem hún færir Flokknum þínum.
Kk, Þráinn Bertelsson