«

»

Hver kaus Hörð Torfason ?

Hörður Torfason heldur að hann stjórni Íslandi. Í fréttum  RÚV sjónvarps í kvöld heyrðum við hann segja: „….en Davíð, og hvað heitir hann, Eiríkur, mega ekki fara inn“.  Þeir Davíð og  Eiríkur hafa  kosið að verða  ekki  við  tilmælum forsætisráðherra um að láta af störfum. Á því  geta menn haft ýmsar skoðanir,  en  sú ákvörðun þeirra  gefur  Herði Torfasyni enga  rétt   til að  skipa liði sínu  að   varna þeim inngöngu á  vinnustað sinn. Hörður hefur  ofmetnast af þeirri   athygli sem  fjölmiðlar hafa sýnt honum. Það hefur  enginn kosið Hörð Torfason  til eins  eða  neins.Að minnsta kosti ekki svo ég viti.

Þetta var svona álika  fáránlegt og  að horfa á Hallgrím  Helgason rithöfund   æran af reiði  lemja framrúðuna á  bíl Geirs H. Haarde þáverandi  forsætisráðherra. Það var næstum  súrrealísk,  eða óraunveruleg sjón.

38 athugasemdir

Ekkert ping ennþá

  1. Auðun Gíslason skrifar:

    Ein athugasemd við orð um Josepsson.  SÍ beitti ekki þeim tækjum sem SÍ hafði til að hafa hemil á bönkunum: bindiskyldunni.  Þvert á móti lækkaði SÍ bindiskylduna.  Rök SÍ: Það er svoleiðis í útlöndum.  Kunnugleg rök nýfrjálshyggjunnar!  Það er alveg rétt að bankamenn bera mikla ábyrgð á hvernig fór, en hlutverk ríkisvaldsins, og stofnana þess, á að vera að verja og gæta hagsmuna þjóðarinnar.  Þar brást ríkisstjórnin, SÍ (sbr. bindiskyldan) og fjármálaeftirlitið.  Mottó Geirs:  „Það er kannski best að gera ekki neitt“ virðist hafa verið hugsanahátturinn á bak við aðgerða- og afskiptaleysi þeirra sem gæta áttu hagsmuna þjóðarinnar, en ekki braskara!

  2. Guðbjörn Guðbjörnsson skrifar:

    Ég er algjörlega sammála pistilshöfundi. Að vísu hafði ég vissa samúð með Herði og félögum á meðan þau létu nægja að syngja, halda ræður, eða lemja búsáhöld. Ég var sammála þeim að stjórn SÍ og FE ætti að víkja úr sæti og er það enn. Það er þessi aðferðafræði að leggja fólk í einelti á þann hátt, sem nú er gert sem mér ógeðfelld.

    Þetta minnir mig á einelti í skólum í gamla daga, þegar rauðhærðir strákar á borð sjálfan mig voru kallaðir Rauðskalli Brennivínsson, þegar samkynhneigt fólk var lagt í einelti, þegar fólk sem eitthvað var öðru vísi, t.d. hugsanlega gáfaðra og hæfileikaríkara en annað fólk var lagt í einelti, þegar konur voru virkilega kúgaðar, þegar öryrkjar og fátækt fólk bjó við enn krappari kjör en í dag.

    Erum við virkilega ekki þroskaðri en þetta árið 2009, er frummaðurinn í okkur enn svo sterkur að hinn vitiborni víkur þegar við lendum í erfiðri aðstöðu líkt og í dag. Það er sorglegt að ekki sé hægt að bíða í 1-2 vikur eftir að Davíð verður vikið úr embætti með lagabreytingu. Þetta er þessu fólki til ævarandi skammar og ekkert annað!

    Ég held að Hörður og félagar ættu að hlusta á orð Mats Josefsson frá því gær þar sem hann sagði skýrt og skorinort að það væru að sjálfsögðu forsvarsmenn viðskiptabankanna, sem mesta ábyrgð bæru á hruni viðskiptabankanna og undan þeirri ábyrgð gætu þeir ekki vikið sér.

    Vissulega hefði lagaramminn getað verið betri og eftirlitið virkara og betra, en höfuðástæðan liggur hjá glæpamönnunum.

    Ég er yfirmaður hjá tollgæslunni. Er mikið magn eiturlyfja á Íslandi getuleysi tollgæslu og lögreglu að kenna og slakri löggjöf eða er við smyglarana að sakast eða bara þjóðfélagið hjá okkur? 

  3. Halli skrifar:

    Hahhahahaha…!

    Er bara allt áróðurslið Sjallanna saman komið á einni síðu?? 😀

  4. Gunnar skrifar:

    Hver kaus Davíð????

     .

    http://this.is/nei/?p=3696

  5. Baldur B skrifar:

    Hver er Hörður Torfa? man eftir einum sem barði smástráka í gamla daga á Berþórugötu getur það verið hann.

  6. Hörður Þórðarson skrifar:

    Ef Hörður þessi hefur ekkert betra að gera en að skipta sér af því hvort einhverjir sem hann veit ekki einu sinni hvað heita fara inn á vinnustað sinn, þá held ég að hann ætti að snúa sér að einhverju gagnlegra. Hann gæti byrjað á því að læra mannasiði.

  7. Hrafn Jónsson skrifar:

    Hallgrímur Helgason er nú sennilega ómerkilegasti pappírinn í allri bókinni. Talandi um blint hatur, hefur einhver lesið pistla hans í gegnum tíðina? Þeir er uppmálaðir biturleika og hatri á Davíð Oddssyni og að vísu Sjálfsstæðisflokknum í heild sinni. Hann lofaði útrásarvíkingana og varði Baug aðeins af pólitísku hatri sínu á einum manni. Það er ansi auðvelt að vera vitur eftir á. Hann er svo langt frá því að vera samkvæmur sjálfum sér eða taka ábyrgð á eigin orðum að það er beinlínis hlægilegt. Du-rum-tissh!

  8. Þórður Runólfsson skrifar:

    Jæja! Er kominn gúrkutíð hjá blokkurum?

    Þetta er svona þegar menn ganga fram á völlinn og hafa til þess traust og velvilja.

    Allavega hafa ekki komið til mótmæla, ennþá, gegn forystu Harðar Torfasonar.

  9. Magnús Jón Aðalsteinsson skrifar:

    Það svíður greinilega fyrir Sjálfstæðismenn að vita að það er í raun fólk í þessu þjóðfélagi sem er ekki sammála þeim, og hefur þor í að mótmæla. Íslendingar hafa ekki beint verið duglegir við það, og núna loksins þegar er byrjað á því að mótmæla réttilega hörmulega ástandi koma allar Sjálfstæðisrotturnar skríðandi úr fylgsnum sínum með þvílíkar rógsherferðir gegn öllum þeim sem dirfast að mótmæla. Hvort sem það er Bubbi eða Hörður Torfa. Og núna á að leggja niður listamannalaun bara til að koma sér niður á þeim, eða öðrum sem eru að mótmæla. Sendum frekar alla Sjálfstæðismenn í gám, og sendum gámin til Simbabve…stjórnarfarið þar er kannski þeim að skapi..

  10. Hvumpinn skrifar:

    Hörð aftur inn í skápinn og senda skápinn til Danmerkur!!!

  11. Sigurður Geirsson skrifar:

    Beggi.

    Af því þú nefndir Hallgrím Helgason og að honum hafi verið misboðið, þannig að hann sé nú að mótmæla. Bíddu var honum ekki líka misboðið þegar hann skrifaði varnarræðuna fyrir útrásarvíkingana á sínum tíma?????? og það ekkert smá varnarræða, þar sem hann átti ekki orð yfir það hvað þeir voru góðir, og allir hinir vondir sem voru að ráðast á þá.

    Já ég er farinn að skilja núna þetta með rithöfundana og skáldskapinn. Bara skrifa (segja) það sem hentar hverju sinni, allt til að fá athygli og vonandi þá meiri tekjur.

  12. Kristján P. Gudmundsson skrifar:

    Það ætti öllum sæmilega greindum mönnum löngu ljóst, að Hörður Torfason,vísnasöngvari telur sig sjálfkjörinn til forystu friðsamlegra mótmæla á Austurvelli. Enginn nema Hörður Torfason veit, hvernig hann valdist í þetta hlutverk og hverjir komu þar að, ef einhverjir voru. Sumir telja, að hluti stjórnarandstöðunnar á Alþingi (VG ?) hafi komið þar að ?

    Þetta er allt fremur óljóst, en gaman væri, að Hörður Torfason upplýsti fólk um allan sannleika í þessu máli á trúverðugan hátt og undanbragðalaust.

    Með kveðju frá Siglufirði, KPG.

  13. Júlíus Valsson skrifar:

    Það þarf að hækka listamannalunin all verulega. Þá geta menn auglýst „innsetningar“ sínar á hefðbundinn hátt.

  14. Ingi Þór Pálsson skrifar:

    Kommon! Eiður, þú hefur greinilega ekki tekið þátt í neinum mótmælum nýlega, það má lesa það úr skrifum þínum að þú ert eitthvað að misskilja þetta. Hörður er enginn andskotans „leiðtogi“ mótmælenda. Hann var ekki sá eini sem boðaði til mótmæla þarna fyrir utan seðlabankann og það hefði engu skipt hvort hann hefði verið þarna eða ekki. Ég hrósa Herði þó fyrir velheppnaða fundi á Austurvelli seinustu 18 laugardaga.

  15. Beggi skrifar:

    Standa upp gegn óréttlætinu átti að standa þarna – vantaði ó-ið. Það er svona að vera að flýta sér.

  16. Auðun Gíslason skrifar:

    Merkilegt!  Varð blogg Jóns Jónssonar fórnarlamb ritskoðunar?

  17. Auðun Gíslason skrifar:

    Hver kaus Hörð?  Jú, nokkur þúsund Íslendinga virðist hafa kosið Hörð með því að mæta á Austurvöll.  Talandi um Messías, þá var hann krossfestur fyrir óþekkt sína við valdatétt síns tíma.  Hvað á að gera við Hörð?

  18. Hrafn Jónsson skrifar:

    Hörður Torfa er farinn að líta á sig sem sjálfan Messías. Sjálfsagt fullur af einhverskonar réttlætiskennd sem þó er blinduð af hatri og athyglissýki. Það er sorglegt að sjá hvernig fjölmiðlar baða hann í ljóma sviðsljóssins og gefa honum sífellt færi á að gaspra svo um munar.

    Einkennilegt að svo margar listaspírur séu yfirleitt alltaf fremstar í flokki mótmæla þegar hægri mönnum á að koma út. Hver á rétt á sinni skoðun, hver má fylgja sinni sýn…vissulega. En það auma við þetta allt saman er að einmitt listaspírurnar fitna í góðærinu. Í landi þar sem allir atvinnuvegir hafa blómstrað og þar sem ríkiskassinn hefur borið slíka velferð og slíkt góðæri þá myndast pláss fyrir heilan her listamanna sem margir hverjir lifa á styrkjum þeirra efnuðu og listamannalaunum frá hinu opinbera. Ég er síður en svo að gera lítið úr listinni, án hennar væri þetta frekar grátt. En hvar er þakklætið? Það er eins og ekkert hafi nokkurntíman verið gert fyrir þetta blessaða fólk sem síðustu 15 árin hefur fengið fullt frelsi og nægan tíma til að fást við sína sköpun.

    Það er fátt verra en þetta blinda hatur fólksins og þetta mikla máttleysi fjölmiðla undanfarin misseri. 

  19. EE skrifar:

    Ég get líka sagt fyrir mig að ég skildi friðsömu mótmælin.  Fólk fór að ganga of langt, sumt fólk þ.e.  Aðsúgur og óp að Geir H. Haarde, beint ofbeldi eins og steinkast að lögreglu og núna síðast að meina seðlabankastjórum aðgang að Seðlabankanum eru ekki fríðsamleg mótmæli.  Herði getur ekki verið kennt um ofbeldið þó.

  20. Stefán skrifar:

    Nei Sigurður, Hörður Torfason er fyrir löngu kominn úr felum, en Davíð Oddson er kominn í langvarandi felur fyrir fjölmiðlafólki og þjóðinni allri.

  21. Sigurður Geirsson skrifar:

    Ég held nú miðað við það sem maður sá til Harðar í gær að hann ætti að fara að fela sig.

    Það er búið að vera stórátak í gangi að koma í veg fyrir það ofbeldi sem tengst hefur þessum mótmælum Harðar og hafa þar almennir borgarar þurft að leggja sig í hættu til að hindra það. EKKI HAFÐI HÖRÐUR MIKIÐ Á MÓTI ÞESSU OFBELDI og gerði lítið úr þeim í viðtölum. Það var ekki fyrr en ofbeldið fór sína eðlilegu leið og magnaðist og almenningur fékk meira en nóg af því að Hörður sá sæng sína útbreidda og fór að mótmæla því og hvetja menn til að sína stillingu. Og batnandi mönnum er best að lifa.

    Eða er Hörður batnandi??? Hvað þýðir það þegar hann segir mótmælendum að tveir starfsmenn Seðlabankans megi ekki fara inn á vinnustað sinn??? Er það ekki að hvetja til ofbeldis?? Mótmælendur eiga sem sé með ofbeldi ef ekki dugar annað til að hindra þá í að fara þar inn, bara af því að Hörður segir það.

    Nei ég hef fyrri mína parta verið fylgjandi þeim mótmælum sem í gangi hafa verið, án ofbeldisins, og var farinn að hafa feiknamikla trú á Herði og þeim áróðri sem hann rak fyrir því að mótmælin væru friðsamleg. En þessi tilætlan hans í gær þegar hann gekk fram fyrir skjöldu ofbeldismannanna og hvatti til frekara ofbeldis hefur fært trú mína á honum á byrjunarreit og jafnvel aftar.

  22. Stefán skrifar:

    Hörður Torfason er ekki á flótta undan þjóðinni eins og lítil hrædd mús. Hitler faldi sig í neðanjarðarbyrgi, Saddam Hussein ver dreginn upp úr holu og já sagan endurtekur sig víða …  

  23. Hlynur skrifar:

    Nohhh. Það er bara ekkert annað…. bara kosinn á Rás 2. Ja hérna. Hvernig væri að kjósa bara nýja ríkisstjórn á Rás 2? Hver veit nema að Hörður Torfa yrði forsætisráðherra eftir þá kosningu. Í þessu landi gilda lög, sama hvað hver segir. Ef einhver heldur að Davíð hafi fengið starfið á ólöglegan hátt, er um að gera að fara með það fyrir dómstóla. Davíð vinnur eftir íslenskum lögum en ekki geðþóttaákvörðunum vísnasöngvara.

  24. Stefán skrifar:

    Davíð Oddson var ekki kosinn í Seðlabankann, hann kom sér þangað sjálfur í óþökk þjóðarinnar. Meistari Hörður Torfason var kosinn maður ársins á Rás 2 og er jafnvinsæll og Davíð Oddsson er óvinsæll og hataður af þjóðinni.

  25. Hlynur skrifar:

    Ástandið undanfarið virðist kalla það slæma fram í sumum. Ég hef rekist á ummæli þessa „Nýja Jóns“ víða á blogginu og þar fer smásál sem kann sig ekki. 

    En ég hef spurt sjálfan mig þessarar spurningar með Hörð Torfa. Þvílík frekja og yfirgangur. Það væri gaman að vita hvað þessir höfðingjar sem hafa verið mest áberandi í fjölmiðlum, hafa greitt í sameiginlega sjóði landsmanna undanfarin ár. Þeim er svo tíðrætt um reikninga sem þeir þurfa að borga um ókomna ævi. Mig grunar að margt af þessu fólki eigi aldrei eftir að borga krónu. Þvert á móti held ég að það verði öfugt. Að þeir eigi eftir að fá styrki úr þessum opinberu sjóðum í formi listamannalauna. 

    Það kaus enginn Hörð Torfason. Hörður Torfason lætur eins og hann ráði öllu. Það er líka kómískt að hlusta á hann kvarta yfir því að Davíð hlusti ekki á forsætisráðherrann. Hörður ræður hvaða tilmælum forsætisráðherra á að fara eftir og hverjum ekki.

  26. EE skrifar:

    Það er satt hjá Carlos og óþarfi að vera með ruddakskap við hann.  Ekki þar með sagt að fólk hafi leyfi til að varna öðrum inngöngu í Seðlabankann.

  27. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson skrifar:

    Séra CF, vill Jesús að Davíð hætti sem Seðlabankasjóri?

    Kall Harðar Torfasonar er ekki annað en örvinglan yfir því að íslenska fóníþjóðfélagið hrundi. Það er er ekki Davíð Oddssyni einum að kenna. Að útnefna Davíð Oddsson sem syndahafur er því mjög hæpið og þú sem prestur ættir að leggjast gegn því .

    Mikið ertu annars umbreyttur frá því að þú varst í Menntaskólanum við Hamrahlíð í Travolta-jakkasettinu. Þá varstu Hardcore-Heimdellingur, og ég svo róttækur í úldnu  Hekluúlpunni minni, að einn vinur þinn taldi mig vera einn af þeim sem rændu honum og færðu suður í Kapelluhraun í dilkapoka á aftursætinu í Lödu Sport.

  28. Carlos Ferrer skrifar:

    „hver kaus Hörð Torfason?“

    tugþúsundir sem hafa svarað kalli hans, viku eftir viku til að mótmæla m.a. setu DO í seðlabankastóli.

  29. EE skrifar:

    Ekki er nú rökunum fyrir að fara hjá sumum Jónum. 

  30. Þórður Ingi skrifar:

    Það var grátbroslegt að sjá manninn með „skýru“ kröfurnar ekki einu sinni vita hverja hann vildi út úr seðlabankanum. Kjánahrollur af hæsta gæðaflokki.

  31. Nýi Jón Jónsson ehf skrifar:

    Sitt lítið að hvoru.

  32. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson skrifar:

    Jón Jónsson, hvort ertu 1 m og 50 sm að smæð og reiður lítill karl, eða smásali sem flytur inn dónaskap?

  33. Nýi Jón Jónsson ehf skrifar:

    Og við þökkum Heimir L Fjeldsted fyrir fantagóð skrif, hann er siðgæðispostuli internetsins, þvílík tröll fyrirfinnst varla á landinu.

  34. Haraldur Baldursson skrifar:

    Sæll Eiður.
    Það fólk sem teldi vert að mótmæla uppsöfnuðum áróðri og heilaþvotti fjölmiðla, síðustu árin, kaus Hörð ekki, eða kannski frekar Hörður kaus það ekki. Herði hefur nefnilega ekki þótt ástæða til að staldra við og skoða hverjir fjandmenn Davíðs Oddsonar eru. Baugur, Ólafur Ragnar Grímsson, Kaupþing (Siggi Einars og Hreiðar Már) , Jón Ólafsson (nei sorry gleymdi mér…gæti fengið kæru núna fyrir breskum dómstólum).
    Miðað við fjandmenn Davíð gæti maður ætlað að Hörður Torfason vildi frekar lofa karlinn, en mótmæla honum. Hvers vegna ætli Herði detti það ekki í hug ?

  35. Heimir L Fjeldsted skrifar:

    Það eru ekki margir sem hafa farið á mis við að læra mannasiði á Íslandi, en undantekningar finnast enn því miður:

    „Nýi Jón Jónsson ehf

    Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Jón Jónsson“

  36. Ragnar Gunnlaugsson skrifar:

    Skyldi Hörður Torfa vera á listamannalaunum hjá okkur eins og Hallgrímur Helga. Þeir hafa  alla veganna ekki mikið að gera.

  37. Kristín skrifar:

    Það var þó Hörður Torfason sem kom af stað fundum á Austurvelli , í haust s.l.

    Og ef við hefðum ekki safnast saman á fundum á laugardögum ,með okkar kröfur,væri EKKERT óbreytt á Íslandi , í pólitík o.fl. 

    Sem sagt BÚSÁHALDABYLTINGIN .

  38. Nýi Jón Jónsson ehf skrifar:

    Hvort ertu fífl eða fábjáni ?

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>