«

»

Hvar er fagmennskan,RÚV ?

Ein af  grundvallareglunum í fréttamennsku, sérstaklega í  ljósvakamiðlum  er að  spyrja ekki tveggja  spurninga í  einu. Í kvöld  spurði fréttamaður  RÚV  Sjónvarps Hönnu Birnu borgarstjóra í Reykjavík um vetrarhátíð í borginni.  Fréttamaður   lagði tvær  spurningar fyrir borgarstjóra  í sömu setningunni.

Borgarstjóri, klókur  pólitíkus, svaraði bara annarri  spurningunni  og  það hvarflaði greinilega ekki að fréttamanni  sjónvarpsins  að  fylgja máli sínu eftir og  fá  svar við hinni spurningunni.

Fréttamaður spurði borgarstjóra  hver kostnaðurinn væri  við  vetrarhátíðina og  hvort hann væri  meiri eða minni en  síðast. Borgarstjóri  svaraði að kostnaðurinn væri um þriðjungi  minni en í  fyrra , en  svaraði  engu um  heildarkostnaðinn, og komst upp með það.  Þetta eru ekki fagleg  vinnubrögð hjá fréttastofunni.

Á þessari  bloggsíðu hefur  verið  bent á  hvernig  fréttastofa  Ríkisútvarpsins hefur   að undanförnu  lofsungið  skottulækningar norður  við Mývatn.  Það er heldur ekki faglegt.

Í auglýsingu um  ágæti  Ríkisútvarpsins, sem oft  hefur  verið  sýnd  að undanförnu  er  mikið  talað um fagleg og  vönduð  vinnubrögð.  Þetta  eru  ekki  vönduð  vinnubrögð.

3 athugasemdir

Ekkert ping ennþá

  1. Flosi Kristjánsson skrifar:

    Festa fréttamanna og „ágengni“ virðist vera viðvarandi baráttumál.

    Það er ritara í fersku minni þegar Ingólfur Jónsson landbúnaðarráðherra var í sjónvarpsviðtali í árdaga (1966 – 1968), og fréttamaður Eiður Guðnason streittist við að fá hann til að svara.

    Mig minnir að þetta hafi verið þannig að Eiður spurði og Ingólfur byrjaði á að setja spurninguna í samhengi, í löngu máli. Þegar hann kláraði var hann hvergi í nánd við málefnið sem til umræðu var! Ætli þetta sé ennþá svona?

    Reyndar sýnist manni viðleitni sumra ungu fréttamannanna (spjallþátta-spyrlar Helgi og Sigmar, t. d.) hníga í þá áttina að leyfa mönnum ekki að komast upp með svona. Þá kemur fyrir að þeir gerast ansi frakkir og stundum (að mínu mati) dónalegir. En kannski þarf svo að vera?

  2. Sigurbjörn Sveinsson skrifar:

    Fréttastofa útvarps og sjónvarps stendur sig yfirleitt prýðilega þó misfellur kunni að verða, eins og alltaf gerist. Ég þakka Guði fyrir Gufuna á hverjum morgni – eða þannig.  

  3. HH skrifar:

    Ég hef nú meiri áhyggjur af herferð Helga Seljan „Frelsum fangann“ undanfarna tvo daga á RÚV. Ótrúlegt hvernig ríkismiðlinum er beitt til að fá einstakling sem dæmdur er fyrir vörslu á tveimur kílóum af sterku fíkniefni, lausan úr fangelsi. Uppsetning fréttarinnar er með ólíkindum. Maðurinn er sýndur tárvotur í slow motion við fangelsisgirðinguna. Tónlist er svo bætt við til að auka hughrif þess sem á horfir. Ég vona að fólk sjái í gegnum þessa tilraun.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>