«

»

Molar um málfar XI

   Að leggja  hönd á plóginn  er að  hjálpa  til  eða  aðstoða  við eitthvað.   Að leggja  gjörva hönd á  eitthvað  er  að vinna   eitthverk  verk  vel.   Nú er  hinsvegar að verða  alsiða  að  tala um „að leggja  gjörva hönd á plóginn“. Það fellur mér ekki.  Þar  er  verið að  fella  saman  orðtök ,sem betra er að  nota  hvort  fyrir  sig, – það er að minnsta kosti mín máltilfinning.

Stundum  hnýtur maður um setningar í fréttum sem  erfitt eða ómögulegt er  að  skilja.  Með  góðum vilja  má  ráða í merkingu  eftirfarandi  setningar úr netvísi, en  skýr  er  hugsunin   ekki  og nafnháttarmerki vantar:

„Þá sagði Lúðvík Sjálfstæðisflokkurinn hefði verið hafður með í ráðum þegar leitað var til hans. Flokkurinn hafi hinsvegar ekki viljað taka þátt í því.“

2 athugasemdir

Ekkert ping ennþá

  1. Ómar Ragnarsson skrifar:

    í kvöld sagði fréttamaður hvað eftir annað að búð hefði opnað á Borgarfirði eystri. Hvað var það sem búðin var alltaf að opna? Dyrnar? Eða hurðin eins og margir segja nú um stundir?

  2. Ómar Ragnarsson skrifar:

    Í tilvitnaðum setningum eru þrjár meinbögur. Það vantar nafnháttarmerki. Skipt er um tíð frá sögninni „sagði“ yfir í (Flokkurinn) „hafi.“

    Svo er óskýr hugsun fólgin í því að segja að flokkurinn hafi ekki viljað taka þátt í því að vera hafður með í ráðum þegar búið er að fullyrða að hann hefði verið hafður með í ráðum.

    Hvimleiðast er að það eru alltaf sömu málvillurnar sem vaða uppi áratugum saman. 

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>