«

»

Molar um málfar XIV

Í fyrirsögn á dv.is  í dag segir: “Björn eyddi þriðjungi ráðstöfunarfés”. Það hefur  svo  sem  komið  fyrir  á betri bæjum en  DV     menn hafi  ekki  kunnað     beygja orðið fé. Það henti einu sinni  fjármálaráðherra lýðveldisins í ræðustóli á  Alþingi. Var hann eftir  það   stundum nefndur  fésmálaráðherra. Þarna átti auðvitað að standa: Björn eyddi þriðjungi  ráðstöfunarfjár. Ekki eru allar ferðir til fjár, þótt farnar séu. Einkennileg  fyrirsögn er á   fréttavef  RÚV í dag: “Loðnubresturinn sé  mikið áfall”. Í dagskrárkynningu  RÚV  segir  um útvarpsþátt að þar sé rætt  við  “fyrrum yfirkonu UNIFEM”.  Orðin  yfirkona  er  líklega afleiðing  þeirrar  ruglhugsunar að konur séu ekki menn.  Það er grundvallar misskilningur að það feli misrétti í sér  að kona    nefnd  yfirmaður eða stjóri.  Þegar  Kvennalistinn   fékk fulltrúa á þingi  vildu  sumar  þeirra  ágætu kvenna ,sem þar   tóku  sæti ,ekki  láta kalla sig  þingmenn og   tóku upp  orðið  þingkona.  Morgunblaðið og   fleiri  fjölmiðlar þjónuðu lund þessara kvenna og  tóku orðið upp.  Morgunblaðsmenn  hefðu mátt minnast orða  fyrrum  ritstjóra blaðsins, Bjarna  Benediktssonar ,sem  í umræðum  á Alþingi  réttilega  sagði að  samkvæmt íslenskri málvenju fornri  væru  konur menn.Það er synd og  skömm  að málspjöll  skuli unnin undir yfirskini jafnréttis. Þar að auki er það út í hött. Rétt er að minnast þess, að einna fegurst mannlýsing í Íslendingasögum er  sú að Bergþóra hafi verið  drengur  góður. Það er  svo  önnur  saga ,að auðvitað  er það galin  dagskrárgerð  hjá  RÚV    leggja  átta  laugardagskvöld  í röð undir   50 mínútna  þætti um  efni  sem  höfðar til  þröngs hóps. Aðeins meira um  dagskrárgerð: Það var allt  annað yfirbragð á  spurningaþættinum Gettu betur  í kvöld  en  síðasta laugardag.  Stjórnandinn  skýrmæltari og röggsamari  en  í fyrri þáttum. Gott mál. Mikil framför. Íþróttafréttamaður   sagði í kvöld    eitthvað  hefði gerst  þegar leikurinn” var aðeins þriggja mínútna gamall”. Þetta  er  einstaklega óíslenskt orðalag.  Það var svolítið gaman  að fréttum   RÚV  kl.  1800 í kvöld. Fyrsta frétt var að gamall bátur hefði  sokkið við bryggju á  Ísafirði. Þegar búið var aðsegja okkur það   spurði þulur: Hvað var það sem  gerðist ?  Það  sökk bátur  við  bryggju,  svaraði  viðmælandi hans !  Þetta minnir  svolítið á gamla  sögu  af ferðafólki sem kom    bíl,  sem hafði oltið, en  bílstjórinn stóð í kantinum og  horfði á  farkost sinn á hvolfi.

– Hvað  skeði eiginlega,  spurði  fólkið? – Ja, það er talið að hann hafi oltið,  svaraði bílstjórinn.

 Annars var   ein skemmtilegasta frétt dagsins, að breyta  hefði  þurft matseðli í fagnaði Fáfnismanna í Hafnarfirði og á  matseðlinum yrðu  pylsur því mistekist hefði að elda íslenska kjötsúpu.    Það þarf  hreina  snilld  til að  klúðra því að  elda  íslenska kjötsúpu ! 

8 athugasemdir

Ekkert ping ennþá

  1. doddý skrifar:

    nei sæll birgir. það er annars hahahahaha, ef rétt á að vera. kv d

  2. Birgir Örn Birgisson skrifar:

    Hahahahhaahhaahah 🙂

  3. doddý skrifar:

    sæll eiður

    mikið er gaman að lesa þessa pistla. ég er hjartanlega sammála þér varðandi kvennaamböguna.

    það er annað sem ég heyri allt of oft – og það er að „fólk sé mikið“ í merkingunni að mannmargt sé á tilteknum stað, „verðin“ séu einhvernvegin og að karlmaður „giftist“.

    haltu áfram að skrifa – ég mun fylgjast með. kv d

  4. Sverrir Einarsson skrifar:

    Fréttin af bátnum og bílnum hefðu orðið betri hefði verið spurt um hvað hefði valdið því að t.d. báturinn sökk eða bíllinn oltið. þetta er allt spurning um hver aðkoman að viðfangsefninu er.

    Sammála þér með Gettu betur ég var búinn að ákveða að gefa alla hlustun upp á bátinn því frumskilyrði til að ég hafi gaman af spurningaþáttum er að ég heyri spurningarnar. Það hefur lagast sem betur fer. Spyrill var öllu skýrmæltari nú en síðast.

    Ég hef aldrei getað meðtekið þetta með að kven gera sum starfsheiti, og verð sennilega manna seinastur að tala t.d. um alþingiskonur eða ráðstýrur.

    Síðan er bara að eiga góðan dag.

  5. Ragnhildur Kolka skrifar:

    Sæll Eiður: Sá hér á bloggi í gær að auglýsa ætti eftir málfarsráðunaut hjá RÚV. Ekki veitir af, en í guðanna bænum ekki slá af með þína vinnu, það þarf að halda til haga þessum ambögum. Hver veit nema þú getir gefið út bók.

    Eins og þú nálgast þetta, án þess að tengja það einstaklingum (þótt oft geti maður getið sér til) hafa pistlar þín bæði fræðslu- og skemmtigildi. Þeir veita aðhald án þess að meiða.

  6. Steini Briem skrifar:

    Hún Guðrún er fjögurra gíra,
    getnaðarleg jafnréttisstýra,
    með fimm er í rúminu fýra,
    og flekar brátt Eiðinn ylhýra.

  7. Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson) skrifar:

    Ekki eru allar ferðir til fjár sagði bóndinn á leiðinni í fjósið.

  8. Eiður Svanberg Guðnason skrifar:

    Aftur máðust greinaskilin burt. Tel mig nú  vita ástæðuna og vanda mig betur næst.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>