«

»

Molar um málfar XVI

Eyjubloggari skrifar:„En ef einhvern langar í Silfrið, þá er leiðin að úthúða launamenn og samtök þeirra.”  Sögnin    úthúða  tekur með sér þágufall. Þessvegna  hefði  Eyjubloggari átt að   skrifa: „.. úthúða launamönnum…”. Sögnin  að húðskamma  tekur  hinsvegar með sér  þolfall og því hefði mátt segja : „..húðskamma launamenn..”    Af vefvísi í dag :  Samkvæmt frétt af vef Reuters hvolfdist skipið í Rauðahafi nálægt hafnarborginni Safaga “ .     Skipið „hvolfdist” ekki.  Skipinu hvolfdi. Þá þykir mér eðlilegra  að segja á Rauðahafi   fremur  en  „ í Rauðahafi “ en um það má  sjálfsagt deila.   

 Af  vefmogga í kvöld:  Nýjasti þátturinn, sem sýndur er erlendis í kvöld, þykir svipa grunsamlega mikið til söguþráðar Astrópíu,…”   Nýjasti þátturinn  þykir  ekki  svipa   til… Þarna  ætti  að standa:  Nýjasta þættinum þykir  svipa  til……  Einhverju svipar til einhvers.

  Af dv.is:  „….lögregluyfirvöld Bretlands eru uggandi vegna yfirvofandi „sumri ofsa“.  Þetta er  svolítið sérstakt. Ég  þurfti að lesa  lengra í umræddri grein  til að  átta mig á hvað hér var átt  við.  Hér  er á ferðinni  aulaþýðing úr ensku og að auki  í röngu falli. Setningin batnar  reyndar lítið þótt  beygingin sé leiðrétt. Það sem átt er við, er að  lögregluyfirvöld séu  uggandi vegna  yfirvofandi átaka í sumar.  Loks þakka ég vinsamlegar og uppbyggilegar athugasemdir.

3 athugasemdir

Ekkert ping ennþá

  1. Flosi Kristjánsson skrifar:

    Þeir menn sem fara erlendis þurfa náttúrlega að koma heim. Þá koma þeir hérlendis, ekki rétt?

  2. Eiður skrifar:

    Gagnvart veltunni á millibankamarkaði stend ég á gati, en rétt er það hjá Birni að margar eru ambögurnar í íþróttafréttum. Tek undir með þér að , „fara erlendis“ er með því verra. Kv Eiður

  3. Gustaf Hannibal skrifar:

    Saell.

     Ég thykist vita hvad bladamadur a vid her, en gaetirdu sagt mér hvad thetta thýdir, eins og setningin stendur hér? „Veltan á millibankamarkaði er nú ekki nema svipur hjá sjón miðað við það sem áður var“

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>