«

»

Molar um málfar og miðla 1030

Helgi Haraldsson prófessor emeritus í Osló sendi Molum eftirfarandi undir fyrirsögninni:
Til gamans(?)
Undarleg notkun viðtengingarháttar hefur færst í vöxt á seinni tímum.
Hér eru nokkur sýnishorn:
Óskað eftir ofsóknum í Ríkisútvarpinu:
Kristnir sæti ofsóknum í Ísrael: http://www.ruv.is/frett/kristnir-saeti-ofsoknum-i-israel Erlent | mbl | 24.5.2012 | 16:57.
Hvatt til heimtufrekju:
Norskir ríkisstarfsmenn geri of miklar kröfur
Mbl. 4/7-09 Hondúras segi sig úr Samtökum Ameríkuríkja –
Hvað er Mogginn að skipta sér af málefnum Latnesku Ameríku?
Skattahækkanir skili litlu: http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item286286/Mann rekur í rogastans yfir því að nokkur skuli óska eftir því að skattahækkanir verði til lítils gagns.
Mogginn telur æskilegt að leit að vírus endi með smiti: Tækni & vísindi | mbl.is | 31.3.2009 | 23:34
Vírus smitist við leit … og að fjöldi manns í Danmörku verði atvinnulaus:
Erlent | mbl | 31.3 | 23:16
100.000 missi vinnu í Danmörku
DV lætur ekki sitt eftir liggja og vænir Brasiliuforseta um að vilja koma ábyrgðinni á kreppunni á bláeyga hvítingja:
DV 27/3: http://www.dv.is/frettir/2009/3/26/hvitt-folk-med-bla-augu-beri-abyrgd-kreppunni/
Hvítt fólk með blá augu beri ábyrgð á kreppunni (Lula)
En að öllu samanlögðu er þó RÚV líklega illviljaðasti miðillinn: leggur m.a. til að fermingarbörn reyki gras og að rauðu kjöti auðnist að valda heilsutjóni:
Rúv: 26.03.2009 15:06
Jafnvel fermingarbörn reyki gras
RÚV 25.03.2009 08:55
Rautt kjöt skaði heilsuna
Lokaniðurstaðan er:
Fréttamenn valdi málspjöllum!
Heyr vora bæn.”
Molaskrifari þakkar Helga kærlega fyrir þessa þörfu og hnyttnu áminningu.

Molalesandi benti á þetta á mbl.is ((07.10.2012)
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/10/07/storsigur_minn_og_haskola_islands_7/ ,,Ég lít á þetta sem stórsigur míns og Háskóla Íslands“
Ætli þetta sé rétt haft eftir blessuðum háskólakennaranum? Mogginn hefur það rétt í slóðinni. Ekki getur Molaskrifari svaraði því.

Fyrirvari: Athugasemdir frá öðrum á þessari síðu eru á þeirra ábyrgð. Síðuskrifari áskilur sér rétt til að fjarlægja dónaleg eða meiðandi ummæli, nafnlausar athugasemdir eða athugasemdir undir dulnefni. – . ESG

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>