«

»

Molar um málfar og miðla 1304

Molavin skrifaði ((12.09.2013):

,,Mýtur kvaddar niður“ segir í fyrirsögn á menningarsíðu Fréttablaðsins í dag, 12. sept. Hér er greinilega ruglað saman sögnunum ,,að kveða“ og ,,að kveðja.“ Þar ætti að standa: Mýtur kveðnar niður. Betra væri þó: Ranghugmyndir kvaddar.-   Molaskrifari þakkar bréfið. Þessu er eilíflega ruglað saman.

 

Molaskrifari  skilur ýmislegt  betur í  samsetningu dagskrár Ríkissjónvarpsins eftir að hafa heyrt  íþróttafréttamann Ríkissjónvarpsins  segja í upphafi útsendingar frá knattspyrnukappleik Íslands og Albaníu (10.09.2013)  að  nú væru 3%    þjóðarinnar búin að koma sér fyrir hér á Laugardalsvellinum, en 97%  væru að fylgjast með heima!  Hvað með alla þá   sem hvorki voru á Laugardalsvellinum né að horfa á íþróttafréttamanninn?   Þeir teljast ekki með.  Eru ekki til. Þessvegna er dagskrá Ríkissjónvarps allra landsmanna  eins og hún er.  Svona er að hafa asklok fyrir himinn.

 

Trausti skrifaði (11.09.2013): http://lt.mydplr.com/ab32530edf554c2e0cfa1071758d4f4f-632d4299e3a1ecf5e97ef636e418ded3
,,Byrjað er að huga að vetrarlokun fjallaskála í eigu Ferðafélags Íslands og sumir skálar hafa þegar verið læstir fyrir veturinn svo sem skálinn í Þverbrekknamúla.“
Alveg er þetta nú afleitt!
Líklega er hér átt við að sumum skálum hafi þegar verið læst.
Svona meðferð á málinu ætti ekki að koma fyrir að loknu grunnskólaprófi.
Er ekki mál til komið að blaðamennskubörnin taki sig á?”  Jú, Trausti það er sannarlega kominn tími til “

 

Skýrslan tekur ekki afstöðu til …  var sagt í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins n((11.09.2013).   Skýrslur taka ekki afstöðu. Það gera skýrsluhöfundar. Hér hefði farið betur á að segja. Í skýrslunni er ekki tekin afstaða til, … eða, skýrsluhöfundar taka ekki afstöðu til …

 

Hvað þýðir það þegar bilasala auglýsir notaðan bíl með orðunum: .. einn eigandi að mestu  leyti ? 

 Næstu Molar á mánudag.

Fyrirvari: Athugasemdir frá öðrum á þessari síðu eru á þeirra ábyrgð. Síðuskrifari áskilur sér rétt til að fjarlægja dónaleg eða meiðandi ummæli, nafnlausar athugasemdir eða athugasemdir undir dulnefni. Lesendabréf eru vel þegin. Bréfritarar eru beðnir að taka fram hvort birta má bréf, eða ábendingar þeirra, undir nafni. – ESG

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>