«

»

Molar um málfar og miðla1365

 

Í hinni prýðilegu fornbókaverslun Þorvaldar Maríusonar í Kolaportinu er margan gullmolann að finna á gjafverði, – gjöf en ekki sala sagði gamall þingbróðir stundum. Þar kennir margra grasa. Þorvaldur benti Molaskrifari   í gær (14.12. 2013) á bók sem Almenna bókafélagið gaf út 1969 þat sem er að finna úrval úr útvarpsþáttum Jóns Eyþórssonar veðurfræðings Um daginn og veginn en hann sá um þann þátt um langt árabil Í Ríkisútvarpinu og naut þátturinn mikilla vinsælda. Eiríkur Hreinn Finnbogason  sá um útgáfuna. Jón Eyþórsson var fundvís á áhugaverð efni og hann skrifaði góðan texta, – frábæran. Hann var um sína  daga  með allra vinsælustu útvarpsmönnum. Jón spjallaði um veðrið, veðurfar, ,náttúrufræði, jarðsögu , landafræði Íslands og fjölmargt annað. Hann svaraði líka spurningum frá hlustendum og þær voru margar og ólíkar. Sumar eiga vel við enn þann  dag í dag.

 

Í þætti sem Jón Eyþórsson  flutti 2. nóvember 1936 spurði hlustandi af NA landi:

1. ,,Hversvegna eru bankastjórum goldin svo há laun sem gert er?

 

Jón svaraði: ,,Það er vafalaust af því að starf þeirra er vandasamt og svo líklega til að þeir freistist ekki til að afla peninga á annan hátt”. Svo mörg voru þau orð!

Öðru vísi hefði heiðursmaðurinn Jón Eyþórsson sennilega svarað í dag.

 

Molalesandi skrifaði (12.12.20139 : ,,Sælir – bara ábending ef þú vilt nota í molasafnið – dv.is í dag:
http://www.dv.is/folk/2013/12/7/falid-kaffihus-i-hjarta-baejarins/

Fjölmargir ráku því upp stór eyru þegar þeir fréttu af því að þarna myndi brátt opna kaffihús.” Það sem fréttabörnum detttur í hug! Þarna átti brátt að opna kaffihús. Fleiri bentu á þetta, – þeirra á meðal Molavin, sem sagði: ,,Fjölmargir ráku því upp stór eyru þegar þeir fréttu af því…“ skrifar Atli Már Gylfason í DV” (7.12.13). “  Enn sem fyrr sannast. Enginn yfirlestur.

 

Þátturinn í Ríkissjónvarpinu (111.12..2013) Geðveik jól!. Var dálítið skemmtileg tilbreyting, svo lítið ruglingslegur að vísu. En tilgangurinn var góður. Hvað voru stjórnendur Virkra morgna af Rás tvö annars að villast í þesssum þætti?

 

Hrafn skrifaði (14.12.2013): ,,Sæll Eiður.
Sendi þér fyrir nokkrum vikum ábendingu vegna málsháttarins „Róm var ekki byggð á einum degi“.

Tilefnið var að í þætti Gísla Martein Baldurssonar sem er á sunnudagsmorgnum í ríkissjónvarpinu, fór Vigdís Hauksdóttir, alþingismaður, sem var gestur þáttarins, rangt með þennan ágæta málshátt, þegar hún sagði: „Róm var ekki byggð á einni nóttu.“

Ég gat þess jafnframt að Vigdísi væri nokkur vorkunn, því ég hef stundum heyrt að farið sé rangt með þennan ágæta málshátt.

Sjá meðfylgjandi tengla:

http://www.italiannotebook.com/local-interest/origin-rome-wasnt-built-in-a-day/
http://visindavefur.is/svar.php?id=4159” Molaskrifari þakkar bréfið.

 

Áskell skrifaði (13.12.2013): Eftirfarandi má sjá á mbl.is

Í frétt AFP-fréttastofunnar segir að snjókoman í Jerúsalem sé sú mesta í áraraðir. Þar segir að borgin sé lömuð vegna snjósins og að herinn hafi m.a. verið kallaður til…

Nú er spurt. Hvað varð um orðið „fannfergi“? Snjósins!!!!”. Rétt Áskell . Orðaforðinn á mbl.is er stundum dálítið takmarkaður.
 

Fyrirvari: Athugasemdir frá öðrum á þessari síðu eru á þeirra ábyrgð. Síðuskrifari áskilur sér rétt til að fjarlægja dónaleg eða meiðandi ummæli, nafnlausar athugasemdir eða athugasemdir undir dulnefni. Lesendabréf eru vel þegin. Bréfritarar eru beðnir að taka fram hvort birta megi bréf, eða ábendingar þeirra, undir nafni, – ESG

 

 

 

 

1 athugasemd

Ekkert ping ennþá

  1. Kristján skrifar:

    Hér eru tvær nýlegar fyrirsagnir úr Fréttablaðinu.

    „Lokun á Hverfisgötu trufli jólaverslunina“.

    „Málið snúist um pólitískan vilja“.

    Eru ekki fleiri en Helgi Pétursson sem geta lesið upphátt, á Rás 1 ?

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>