Stöð tvö birti forkostulegt viðtal við Jón Gnarr borgarstjóra á fimmtudagskvöld. Sjá http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=VTVA343262A-1E0A-42CF-81E7-09EEE7B826DD. Þetta var eiginlega mesta delluviðtal sem ég hef lengi séð og heyrt. Jón Gnarr segist ætla að gera Reykjavík að herlausri borg! Til þess að hann geti gert það verður hann fyrst að setja niður her í Reykjavík. Hér er engin her. Reykjavík er herlaus borg. Hefur verið það síðan seinni heimsstyrjöldinni lauk. Hjálpræðisherinn hefur að vísu unnið mjög gott starf hér í áratugi, en ætlar Gnarrinn að reka hann í burtu? Varla. Hvílíkt endemis bull.
Þá ætlar hann líka ( hefur reyndar sagt það áður ) að banna öllum ,,herskipum” að koma til Reykjavíkur. Það á væntanlega einnig við um skip úr danska sjóhernum sem hafa stundum viðkomu í Reykjavík og stunda gæslu- og björgunarstörf á Norður Atlantshafi. Halda menn að heimsóknir danskra varðskipa hafi í för með sér stóraukna hættu á hryðjuverkum? Svo var á Jóni Gnarr að skilja. Hvað heldur borgarstjórinn að við séum? Ég bara spyr. Þegar borgarstjóri var spurður um íslensku varðskipin, – hvort þau væru.þá ekki herskip vafðist honum heldur betur tunga um tönn. Svarið var óskiljanlegt, en fréttamaðurinn lét það bara gott heita. Kannski var hann ekki að hlusta. Allt var þetta með ólíkindum, en borgarstjóri lét þess getið að erlendu frægðarfólki, sem hér hefur drepið niður fæti þætti hugmyndin afar snjöll! Ja, hérna. Bono vill að Reykjavík verði ,,herlaus borg”. Það skiptir auðvitað höfuðmáli.
Ég legg til að borgarstjóri hætti þessu bulli, en komi á aukinni löggæslu í Reykjavík sérstaklega um helgar þannig að venjulegt fólk geti gengið um borgina án þess að eiga á hættu að vera lamið í kássu af ölóðum vitleysingum sem hér ganga lausir í tugatali í miðborginni. Þá linnir kannski fréttum um hve margar líkamsárásir og ofbeldisverk hafi verið unnin í Reykjavík um helgar. Maður líttu þér nær. Ekki tala við okkur eins og við séum öll hálfvitar.
Sjá einnig:
http://www.visir.is/borgarstjori-ottast-hrydjuverkaaras-i-reykjavikurhofn/article/2014140109814
6 athugasemdir
1 ping
Emil Örn Kristjánsson skrifar:
03/01/2014 at 13:53 (UTC 0)
Ekki erum við alltaf sammála, Eiður, en nú tek ég undir hvert orð.
Eiður skrifar:
03/01/2014 at 12:50 (UTC 0)
Hárrétt, Gunnar. K kv Eiður
Gunnar skrifar:
03/01/2014 at 12:48 (UTC 0)
Í könnun, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði á síðasta ári, kemur í ljós að hvorki meira né minna en 60% svarenda telja sig vera óörugga, eina á gangi í miðborg Reykjavíkur að næturlagi. Einungis 6% töldu sig örugg. Það ætti að vera meira áhyggjuefni en að elta bullið og vitleysuna hvað Bono vill eða vill ekki.
http://www.visir.is/meirihluti-ooruggur-i-midbae-reykjavikur/article/2013712249965
Eiður skrifar:
03/01/2014 at 09:38 (UTC 0)
Rétt. Þetta hefur verið í umræðunni öðru hverju í áratugi.
Baldur Ólafsson skrifar:
03/01/2014 at 01:55 (UTC 0)
Sælir
Ég hef svo sem lítið um þetta að segja annað en það, að alla tíð hefur mér fundist þessi manneskja vera að einu og öðru leiti aldeilis stórundarlegur bæði í skoðunum sem og ýmsum uppátækjum. Þetta er slík fyrring að láta út úr sér að sjaldan heyrist annar eins óvitaháttur nema hjá börnum kannski og er þá langt til jafnað. Sömuleiðis finnst mér félagi hans í borgarstjórn,læknirinn, láta afskaplega óábyrgt með hann. Hann lætur eins og hann, þ.e. læknirinn sé að leika sér með strengjabrúðu í íslenskum þjóðbúningi kvenna! Ekki gæfulegt. Kveðja Baldur
Ólafur I Hrólfsson skrifar:
02/01/2014 at 23:32 (UTC 0)
Fyrir 1-2 árum síðan tók „fréttamaður“ stöðvar 2 viðtal við Jón – þar setti Jón fram þá hugmynd að það ætti að sameina sveitarfélögin á Stór Reykjavíkur svæðinu. Fréttamaðurinn spurði þá – af hverju ætli engum hafi dottið þetta í hug fyrr ? Svar Jóns var – ég veit það ekki – Þessum snillingum yfirsást sú staðreynd að þessi umræða hefur komið margsinnis upp síðustu áratugina.
Delluviðtal við borgarstjóra skrifar:
03/01/2014 at 08:13 (UTC 0)
[…] „Þetta var eiginlega mesta delluviðtal sem ég hef lengi séð og heyrt,” skrifar Eiður Guðnason, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, á heimasíðu sína um viðtal Stöðvar 2 við Jón Gnarr borgarstjóra. Borgarstjórinn vill gera Reykjavík að „herlausri borg”. Eiður skrifar: […]