«

»

Molar um málfar og miðla 1424

Takk fyrir að sjá okkur, sagði kona sem rætt var við í morgunþætti Rásar eitt, þegar hún kvaddi ( (26.02.2014). Google-þýðingavélin að verki?

 

Vegna lagningu (raflínu) var sagt í fréttayfirliti í sex fréttum Ríkisútvarps (26.02.2014). í fréttinni var hinsvegar réttilega sagt: Vegna lagningar raflínu.

 

GÓG benti á eftirfarandi frétt af visir.is: http://www.visir.is/startadi–selfie–trendinu/article/2014140229105
Hann segir:
,,Ég held að það sé farsælast fyrir Lilju Katrínu Gunnarsdóttur að finna sér annan starfa. Hún ræður augljóslega ekki við að skrifa íslensku.
Fyrirsögnin „Startaði selfie trendi” ber þess glöggt merki. Það er eiginlega ekkert annað en hneisa að fyrirsögn sem þessi skuli sjást á íslenskum fréttamiðli. Hann er ekki hægt að tala alvarlega”.

Molaskrifari þakkar sendinguna og er hjartanlega sammála.

 

Nefnt hefur verið í Molum að heiti sjónvarpsþáttarins Ísland got talent á Stöð tvö sé vondur hrærigrautur ensku og íslensku. Önnur sjónvarpsþáttaröð er nú sýnd á Skjá einum þar sem svipað heiti kemur við sögu. Þáttaröðin heitir: The Biggest Loser Ísland. Þessi þáttaheiti eru málfarslegur subbuskapur. Fagfólk hefur einnig gagnrýnt efni þessara þátta með gildum rökum.

 

Bílasalinn BL ehf auglýsir í Fréttablaðinu (27.02.2014): Þú tankar sjaldnar á Renault. Er þá átt við að sjaldnar þurfi að fylla eldsneytisgeyminn á Renault en öðrum bílum. Sögnin að tanka er ekki til í málinu. Í orðabókinni er hinsvegar nafnorðið tanka. Það er japanskt ljóðform, fimm órímaðar braglínur með ákveðnum atkvæðafjölda í hverri.

 

Í frétt á dv.is (27.02.2014) segir frá tillögu Framsóknarmanna um áburðaverksmiðju í Helguvík. Villan er bæði í fyrirsögn og í fréttinni. http://www.dv.is/frettir/2014/2/27/vilja-blasa-ungu-folki-von-i-brjost-med-aburdaverksmidju/

Hverskonar áburði ætli Framsóknarmenn vilji framleiða í Helguvík? Þetta á auðvitað að vera áburðarverksmiðja.

 

Bjarni Benediktsson var mjög góður í Hraðfréttadelluþætti Ríkissjónvarpsins (27.02.2014). Hann sagði ekki neitt.

 

Fyrirvari: Athugasemdir frá öðrum á þessari síðu eru á þeirra ábyrgð.

Síðuskrifari áskilur sér rétt til að fjarlægja dónaleg eða meiðandi ummæli, nafnlausar athugasemdir eða athugasemdir undir dulnefni. Lesendabréf eru vel þegin. Bréfritarar eru beðnir að taka fram hvort birta megi bréf, eða ábendingar þeirra, undir nafni, – ESG

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>